Enn fækkar kristnum í 35 söfnuðum þeirra.

Hagstofa Íslands birti tölur yfir fjölda meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum í dag,  20.03.2017.

Þar kemur m.a. fram að kristnum fækkar enn á Íslandi miðað við tölur 35 skráðra safnaða þeirra á Íslandi, eða úr 83,2% niður í 82%.

Hópurinn Önnur trúfélög og ótilgreint stækkar mest eða um 4.662 einstaklinga og er nú orðinn 9% þjóðarinnar.

Hópurinn Utan trú- og lífsskoðunarfélaga stækkar næst mest eða um 1.298 manns og er nú orðinn 6,1%

Ásatrúarmönnum hefur fjölgað um 400 frá því í fyrra og eru nú 1,1% mannfjöldans.

Meðlimum í Siðmennt hefur einnig fjölgað um 333 og eru nú um 0,5% mannfjöldans.

Zúistum fækkaði um 242 og eru nú 2.845 meðlimir þar.

Meðlimum 2ja skráðra múslimasamfélaga hefur fjölgað um 85 frá því í fyrra og eru nú 0,3% landsmanna.

Meðlimum í þremur Búddistasamfélögum hefur fjölgað um 15.

Meðlimum Baháísafnaðar fækkar um 2 og eru nú 363, eða um 0,1% mannfjöldans.

Trúfélög_2016_kökurit_01

 

 

Trúfélög_2017_kökurit_03

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og í lokin má sjá samantekt um meðlimafjölda trúsafnaða og annarra samanburðarhópa.

Menn geta svo leikið sér með tölur eins og t.d. að margfalda fjölda greiðenda sóknargjalda hvers safnaðar

fyrir sig með 10.800 og fá þannig út hve mikið hver söfnuður fær árlega frá ríkinu.

Bætt við 28.10.2017


Trúfélög_2017_samant_03

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Fjöldi meðlima í trúfélögum og öðrum samanburðarhópum 1990 - 2016

Þessi samantekt sýnir breytingar á meðlimafjölda einstakra trúfélaga og annarra samanburðarhópa árin 1990 - 2016. Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað úr 251.728 frá 2005 niður í 237.938 árið 2016. Einnig hefur orðið fækkun í söfnuði S.D.Aðventista,...

Ættingjar hryðjuverkamanna alltaf jafn undrandi

Það má segja að í kjölfar frétta um hverjir hafi staðið að baki hryðjuverka undanfarinna ára, þá komi oft upp sú staðhæfing að orsökina megi rekja til lélegrar menntunar, slæms félagsskaps, ISIS, höfnunar samfélagsins, atvinnuleysis viðkomandi og fleira...

Siðmennt og fjölgyðistrúin 'Zuism' hljóta skráningu sem trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi.

Siðmennt hefur fengið skráningu sem lífsskoðunarfélag og nýtur nú svipaðra réttinda og önnur trúfélög, þ.e. þau fá greitt úr ríkissjóði í samræmi við meðlimafjölda. Fjölgyðistrú fær skráningu sem trúfélag hér á landi. Z uismi er forn fjölgyðistrú Súmera,...

Meðlimir þjóðkirkjunnar komnir niður í 76.18% af fjölda landsmanna.

Eins og sjá má af meðfylgjandi samantekt, hefur Þjóðkirkjan misst all mikið fylgi frá des 1990 til 1. jan 2013, eða frá 92,61% niður í 76,18% eða um 16.43 prósentustig á 22 árum . Þjóðkirkjan missir því fylgi sem nemur 0,75 prósentustigum að meðaltali á...

Trúaðir þola ekki skoðanaskipti við trúfrjálsa

Margsinnis hef ég rekið mig á það síðan ég byrjaði að blogga hér á blog.is í lok ársins 2007, að trúaðir hreinlega umhverfast þegar þeim er bent á misræmi, villur eða rangfærslur í eigin málflutningi. Það er eins og þeir fái það skyndilega á...

Félag múslima fær lóðina sína

Það má heita merkilegt að það taki skráð trúfélag um 13 ár að fá leyfi til að byggja bænahús í landi sem kennir sig við "trúfrelsi" og styðst við mannréttindayfirlýsingar, ákvæði í stjórnarskrám og fleiri lagaákvæði sem eiga að tryggja öllum skráðum...

Börn neydd til að taka kristna trú.

Það er nokkuð ljóst frá mínum bæjardyrum séð, alla vega, að börn hér á landi og víða annars staðar í þeim ríkjum þar sem "trúfrelsi" ríkir, eru neydd til að taka kristna trú. Ef við skoðum ákvæði í lögum um skráð trúfélög hér á landi má sjá eftirfarandi:...

Barnaníð undir verndarvæng Sjöunda Dags Aðventista

Í Kastljósi í kvöld 7. jan 2013, horfði ég og hlustaði á frásagnir og lýsingar á kynferðislegri misnotkun Karls Vignis Þorsteinssonar til allt að 40 ára. Í kjölfarið las ég svo frásögn Guðrúnu Sverrisdóttur af kynnum sínum af hjónunum Hönnu...

Trú - frelsi/helsi - hugvekja á Aðventu.

Þessi hugmynd umboðsmanns barna virðist í fljótu bragði skref í rétta átt hvað varðar rétt barna og ungmenna, til að segja til um eigin trú eða sannfæringu. Ég hef lengi velt þessum hlutum fyrir mér og síðustu árin og misserin hef ég verið æ meir...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband