Fordæmi barnamorða og kynþáttahaturs sótt í Tanach (Gamla Testamentið)

Það er nokkuð augljóst fyrir mér að fyrirmynd árása Ísraelsmanna er sótt í Tanach (Gamla Testamentið). Ritarar sumra rita Gamla Testamentisins virðast vera þess sinnis að guð þeirra, Jahve hafi þótt það áhrifarík refsing, að drepa frumburði andstæðinga sinnar heittelskuðu þjóðar. Í 2. Mósebók 11. kafla má lesa eftirfarandi um meint hugarfar Jahve:

"Þá sagði Móse: "Svo segir Drottinn: ,Um miðnætti vil ég ganga mitt í gegnum Egyptaland,og þá skulu allir frumburðir í Egyptalandi deyja, frá frumgetnum syni Faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumgetnings ambáttarinnar, sem stendur við kvörnina, og allir frumburðir fénaðarins.Þá skal verða svo mikið harmakvein um allt Egyptaland, að jafnmikið hefir ekki verið og mun aldrei verða.En eigi skal svo mikið sem rakki gelta að nokkrum Ísraelsmanna, hvorki að mönnum né skepnum, svo að þér vitið, að Drottinn gjörir greinarmun á Ísraelsmönnum og Egyptum."

Ritari Sálmanna virðist líka meðvitaður um hugarfar guðs síns: Sálm. 78:51

"Hann laust alla frumburði í Egyptalandi, frumgróða styrkleikans í tjöldum Kams"

Þessu meintu björgunarverki Jahve, fagna svo Ísraelar og kristnir menn árlega með Páskahátíðinnni, þ.e. að plágan lét þá frumburði eiga sig (sleppa við dauðann) sem vissu af leyndamálinu góða, nefnilega að slátra lambi og bera blóð þess á dyrastafi híbýla þeirra. Orðið páskar merkir framhjáganga (passover).

 


 

Það má rekja þennan þjóðarrembing Guðs þeirra Ísraelsmanna allt til daga Abrahams sem við lærðum að lofsyngja í grunnskólum okkar kristinna í æsku - "Faðir Abraham", eins og ritað er í 1. Mós. 12. kafla.

Drottinn sagði við Abram: "Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta."

Hér er ekkert lítið loforð á ferð í garð Ísraelsmanna. Drottinn hefur sem sé lofað að halda verndarhendi yfir Ísraelsmönnum og líka þeim sem fylgja þeim að málum. Ekki nóg með þetta. Drottinn Ísraelsmanna hefur líka haft í huga að þenja út landsvæði afkomenda Abrahams eins og lesa má um í 1. Mós 15. kafla.

"Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: "Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Efrat."

Ekkert smá landskiki sem Guð þeirra hefur ætlað Ísraelsmönnum, miðað við það sem þeir hafa í dag. Þeir eru bara rétt að byrja, þ.e. markmiðið er að ná landsvæði allt frá ánni Níl, Sínaískaganum, kannski Jórdaníu, en nokkuð örugglega Sýrlandi og Líbanon að ánni Efrat. Óljóst er hvort Drottinn hefur verið með í huga allan Arabíuskagann og helminginn af Irak.

 

 
 
 
 En á guð Ísraelsmanna alla sökina á þessum endalausu erjum Ísraelsmanna og Palestínumanna? Palestínumenn eru velflestir múslimir og trúa á guð sem þeir nefna Allah. Hvað segir guð þeirra Allah? Múslimir hafa sagt mér að Kóraninn sé skráður af Allah í gegnum einhvern engil (Gabríel).
Í 2. súru 85. versi er ritað:
 
"Hvort trúið þér einum hluta Ritningarinnar en afneitið öðrum? (Hér er átt við Gyðinga og kristna). Hver skyldu vera laun þeirra sem slíkt fremja nema smán í þessu lífi? Á Degi Upprisunnar dæmist þeim hin þyngsta refsing. Því Allah er eigi ókunnugt um gerðir yðar."
 
Í 3. súru 2. - 4. versi er ritað:
"Allah! - Enginn er guð nema Hann, hinn lifandi, hinn eilífi. Hann hefur opinberað þér Ritninguna með sannleikann til staðfestingar því sem á undan fór. Hann hefur áður opinberað Lögmálið og Fagnaðarboðskapinn mönnum til leiðsagnar, og kunngert skil góðs og ills. Þeim sem afneita opinberunum Allah verður þunglega refsað. Allah er almáttugur, og hegning er á hans valdi"
 
Sjáið hótanirnar í þessum tilvitnunum. - smán í þessu lífi - hin þyngsta refsing - þeim sem afneita opinberunum Allah verður þunglega refsað -.
 
Hvers konar guðir eða guð er þetta sem stór hluti mannkynsins trúir á? Ef Hann eða þeir eru svona gerræðislegir í hugsun, getum við þá ekki ályktað sem svo að allt stríð sé í raun vilji Guðs eða þessara guða?
 
Hvernig í ósköpunum eiga stjórnmálamenn eða friðarhreyfingar að geta haft áhrif á fólk sem hefur sýkt huga sinn og afkomenda sinna með slíkum hugsunarhætti sem fyrirfinnst í "heilögum ritum" þessa fólks? Ég get ekki séð neina leið til að koma þessu hugsjúka fólki til hjálpar. Við verðum bara að læra að sneiða hjá erjum þeirra og láta sem við vitum ekki af þeim. Það held ég að sé besta leiðin fyrir okkur Vesturlandabúa.

Heimsendir 21. desember?

Loksins segir áhrifamaður í flokki trúaðra eitthvað skynsamlegt í sambandi við heimsendaspár margra hinna minni trúflokka kristinna manna. Það ber að fagna svona yfirlýsingum og líta á þær sem skref í rétta átt til að kveða niður áhrifamikinn fáránleika...

Hebreasögur über alles

Já, það má ekki hrófla við þjóðsögum Hebrea og skilningi lesenda þeirra á hlutverki meintrar útvalinnar þjóðar Guðs. Kristnir og Gyðingar trúa því enn að Guð þeirra, Jahve, muni vernda Gyðinga frá gjöreyðingu allra óvinanna sem umkringja "fyrirheitna...

Trúuðum ber að afruglast

Trúaðir halda fast í siði og hefðir sinnar trúar sem eru ekki lengur í takt við siðferðisvitund samtímans. Kristnir telja sig enn vera að gera góða hluti með því að gera ómálga börn að meðlimum safnaðar síns sem fyrst eftir fæðingu. Hvenæar á að skíra...

Fyrirmyndar Filippseyingar

Þó að Filippseyjar séu, eins og mörgum er kunnugt, griðland barnaníðinga kaþólsku kirkjunnar víðs vegar í okkar siðmenntaða heimi, finnst þar auðtrúa fólk sem telur sig þurfa að taka þátt í píslum Jesúsar til að bjarga heiminum frá glötun. En...

Gæti dregið úr fótameini presta

Já, ýmislegt kemur upp í dymbilvikunni hjá okkur kristnum. Kannski gæti það komið í veg fyrir ótímabær fótamein presta, ef biskupar t.d. tækju upp þennan sið Jesúsar sem kristnir hafa ekki haft svo mikið í hávegum hingað til. Þessi fótur er bæði bólginn...

Trúarfíknin flækir afstöðu biskups

Mér þykir mjög dapurlegt að sjá þessa afstöðu biskups, herra Karls Sigurbjörnssonar, er hann telur það íþyngja trúfélögum og ganga gegn hagsmunum barna, ef þau fá ekki að njóta þeirrar viðteknu venju að fylgja trúfélagi móður frá fæðingu. Við höfum...

21 spora kerfið

Nú í dymbilvikunni er ágætt að velta því fyrir sér hvers vegna við erum trúuð og hvort við getum ekki gert eitthvað í því til að losna við þá trúarfíkn. 21 spora kerfið Til að losna við trúarfíkn má nota eftirfarandi skref til að losna við fíknina. 1. Ég...

Nú er tími nauðungarhjónabanda, en.....

ungir múslimir virðast í æ ríkari mæli færast undan vilja foreldra sinna og hinna sterku fjölskyldusiða sem skylda ungmenni til að giftast/kvænast innan fjölskyldu sinnar. Ég rakst á eftirfarandi frétt í 'gratisavisen' Urban í gær, 24. júní 2011. Þar...

Mannfjöldi eftir uppruna

...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband