24.4.2011 | 19:18
Fjölgun trúfélaga frá 1991 - 2011 á Íslandi
Trúfélögum hefur fjölgað úr 14 í 36 síðustu 20 árin. Kristnum trúfélögum hefur fjölgað úr 12 í 28 á sama tíma.
Athygli vekur að hinum eldri söfnuðum hefur vaxið fiskur um hrygg að höfðatölu eða um rúm 20.700 á meðan fjöldi meðlima í 22 þeirra nýrri safnaða er aðeins tæp 3.500.
Eins og sjá má af þessari samantekt, er meðlimum Þjóðkirkjunnar á Íslandi að fækka all verulega eða um 1.166 að höfðatölu síðustu 10 árin og eru nú 77,64% þjóðarinnar eða rétt rúmir 3 af hverjum 4.
Nokkrir aðrir kristnir söfnuðir eiga líka í erfiðleikum eins og Sjöunda Dags Aðventistar en þeim hefur fækkað frá 1991 úr 769 niður í 723 árið 2001 en aðeins bætt við sig í lok ársins 2010 í 760.
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, eða Mormónasöfnuður, virðist hafa náð hámarki hér á landi.
Vottar Jehóva virðast bæta við sig hægt og bítandi og hafa betur en Krossinn og Vegurinn og ná trúlega S.D. Aðventisum að nokkrum árum liðnum.
Fríkirkjan Kefas og Íslenska Kristskirkjan hafa einnig bætt við sig síðustu 10 árin og ómögulegt að spá um framtíð þeirra, en mig grunar að fjölgun verði ekki veruleg næstu árin.
Catch The Fire (CTF) er einn af nýjustu kristnu söfnuðunum sem hefur m.a. það að markmiði að vingast við múslimi. Spennandi verður að fylgjast með árangri og vexti þessa safnaðar.
Meðlimir í Búddískum söfnuðum eru orðnir 1.163 sem segir nokkuð um sinnaskipti gagnvart skilgreiningu á guðdómnum og hve auðveldlega Íslendingar venjast siðum Búddista.
Meðlimir í múslimskum söfnuðum eru nú um 644, þ.e. rúmlega hálfdrættingar á við Búddíska söfnuði. Menningarsetur múslima á Íslandi telja nú 274 sálir en Félag múslima á Íslandi telja nú 370 sálir.
Rússar og Serbar eru um 645 sem halda enn í trú og siði sinna upprunalanda.
Hópur sá sem Hagstofa Íslands kallar "Önnur trúfélög og ótilgreint" hefur stækkað úr 1.505 í 18.869 síðustu 20 árin og eru um 5,93% þjóðarinnar, en hvernig hann er samansettur vita trúlega fáir.
Utan allra trúfélaga eru nú um 14.091, um 4,42% þjóðarinnar, eða þriðji stærsti hópurinn skv. þessum tölum.
24.11.2010 | 23:58
Að vera kona í Jemen
22.9.2010 | 21:56
Pílagrímur í Mekka
27.11.2009 | 21:58
Tvennar misvísandi sögur af Abraham, konum og sonum.
11.11.2009 | 19:49
Kaþólskir biskupar og prestar mega ljúga fyrir dómstólum.
23.8.2009 | 09:08
Snúa sólarhringnum við í 30 daga
21.8.2009 | 21:06
Danskir múslimar skrópa á föstudagsbæn
6.6.2009 | 22:41
Haredi Judaism - Hræðslu Gyðingdómur
22.3.2009 | 19:49
Jósef og Nikódemus reistu Jesú úr dauðadái
27.4.2008 | 18:24