Ekkert yfirnáttúrulegt við svona endurlífgun

Það er nú vart hægt að hugsa sér betra efni til að skrifa um í tilefni undanfarinna daga, en einmitt svona tilfelli endurlífgana sem gerast af og til, en margir hrópa upp - kraftaverk -, - kraftaverk -.

Jesús Kristur var ekki nema rétt rúma 2 tíma á krossinum sbr. færslu mína hér á undan, var lítillega stunginn í síðuna og að öllum líkindum negldur með mjóum pinna í gegnum ristar, bundinn vel upp, með stuðning undir fætur, hné og axlir. Fékk svo sterka blöndu af svæfingarmeðali þeirra tíma, opíum í njarðarvetti, sem dýft var í vatn til að virkja efnin rétt fyrir notkun.

Síðan var líkami hans tekinn niður (ekki lík) af krossinum og honum veitt "First Aid" til að stöðva blæðingar og draga úr hættu á sýkingu með myrru og alóa. sbr.  Mark 15:43  "Þá kom Jósef frá Arímaþeu, göfugur ráðsherra, er sjálfur vænti Guðs ríkis. Hann dirfðist að fara inn til Pílatusar og biðja um líkama Jesú." Sama á við um Jóh 20:38.

Hvað er yfirnáttúrulegt við upprisu Jesú Krists?


mbl.is Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús kominn af gjörgæslu - kominn á ról

Það er nokkuð ljóst af texta 20. kafla Jóhannesarguðspjalls "Þá var aðfangadagur páska, um hádegi . Hann sagði við Gyðinga: "Sjáið þar konung yðar!" og svo 15. kafla Markúsarguðspjalls "Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: "Elóí, Elóí, lama sabaktaní!"...

Dó ekki - var Jesús svæfður á krossinum?

Fernando Mamangon, 37 ára gamall Filippseyingur hefur í 12 skipti lifað af krossfestingu og ætlar sér að krossfestast í dag í 13. skiptið. Michael Baigent leiðir að því líkum í bók sinni "The Jesus Papers" að Jesús hafi lifað af krossfestinguna. Hann...

Skírnin - fyrsta frelsissvipting barnsins

Samkvæmt vefsíðu Religious Tolerance eru um 2 milljarðar kristinna manna í heiminum, en þeim fer fækkandi. Ef við gerum samt ráð fyrir að í þessu mannhafi fæðist börn, eða um 2% - 2,5% fjöldans, þá eru um 40 milljónir barna a.m.k neydd í söfnuði...

Jesús sagði - Snertu mig ekki!...

Skv. Jóh. 21:17 gefur Jesús þessa hastarlegu skipun, er María Magdalena eiginkona hans ætlaði að faðma hann eftir upprisuna. " Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: ,Ég stíg upp til föður míns...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband