Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
25.3.2008 | 20:49
Ekkert yfirnáttúrulegt við svona endurlífgun
Það er nú vart hægt að hugsa sér betra efni til að skrifa um í tilefni undanfarinna daga, en einmitt svona tilfelli endurlífgana sem gerast af og til, en margir hrópa upp - kraftaverk -, - kraftaverk -.
Jesús Kristur var ekki nema rétt rúma 2 tíma á krossinum sbr. færslu mína hér á undan, var lítillega stunginn í síðuna og að öllum líkindum negldur með mjóum pinna í gegnum ristar, bundinn vel upp, með stuðning undir fætur, hné og axlir. Fékk svo sterka blöndu af svæfingarmeðali þeirra tíma, opíum í njarðarvetti, sem dýft var í vatn til að virkja efnin rétt fyrir notkun.
Síðan var líkami hans tekinn niður (ekki lík) af krossinum og honum veitt "First Aid" til að stöðva blæðingar og draga úr hættu á sýkingu með myrru og alóa. sbr. Mark 15:43 "Þá kom Jósef frá Arímaþeu, göfugur ráðsherra, er sjálfur vænti Guðs ríkis. Hann dirfðist að fara inn til Pílatusar og biðja um líkama Jesú." Sama á við um Jóh 20:38.
Hvað er yfirnáttúrulegt við upprisu Jesú Krists?
![]() |
Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2008 | 21:00
Jesús kominn af gjörgæslu - kominn á ról
Það er nokkuð ljóst af texta 20. kafla Jóhannesarguðspjalls "Þá var aðfangadagur páska, um hádegi. Hann sagði við Gyðinga: "Sjáið þar konung yðar!"
og svo 15. kafla Markúsarguðspjalls "Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: "Elóí, Elóí, lama sabaktaní!" ........ En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.",að Jesús hefur ekki verið meira en rúma 2 tíma á krossinum, eða frá því nokkru eftir hádegi og fram að kl. 15:00 skv. ofanskráðum tilvitnunum.
Skv. Lúk 23:49 hrökklaðist nánasta vinafólk Jesú frá og stóð álengdar þegar Jesús missti meðvitund. "Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá. En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta."
Þáttur Jósefs frá Arímaþeu skv. Jóh 20:38-42 er sérstaklega athyglisverður, ef haft er í huga hvort hér er verið að búa mann til greftrunar eða reyna endurlífgun/vekja úr dásvefni. "Jósef frá Arímaþeu, sem var lærisveinn Jesú, en á laun af ótta við Gyðinga, bað síðan Pílatus að mega taka ofan líkama Jesú. Pílatus leyfði það. Hann kom þá og tók ofan líkama hans. Þar kom líka Nikódemus, er fyrrum hafði komið til hans um nótt, og hafði með sér blöndu af myrru og alóe, nær hundrað pundum. Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann línblæjum með ilmjurtunum, eins og Gyðingar búa lík til greftrunar. En á staðnum, þar sem hann var krossfestur, var grasgarður og í garðinum ný gröf, sem enginn hafði enn verið lagður í. Þar lögðu þeir Jesú, því það var aðfangadagur Gyðinga, og gröfin var nærri."
Engin vitni nátengd Jesú hafa því verið að því hvernig farið var með líkama Jesú, þegar hann var tekinn af krossinum. Lesa má það milli lína að helsti heimildarmaður Matt. Mark. og Lúk. guðspjalla hafi verið María Magdalena, náin vinkona Jesú. Jesú hafði áður lagt yfir hana hendur og rekið úr henni 7 illa anda með særingum og hefur því viljað launa honum greiðann.
Skv. Matt. 28. kafla, Mark 16. kafla, Lúk 24. kafla og Jóh 21. kafla er Jesús horfinn úr gröf sinni og kominn á ról. Fyrsta hjálp Jósefs og Nikódemusar hefur því borið góðan árangur og bendir til þess að Jesús hafi ekki fengið alvarlega stungu í síðuna eins og greint er frá. Myrra var notuð m.a. til að stöðva innvortis blæðingar í legi kvenna. "Outside of this form myrrh is said to be contraindicated for pregnant women or women with excessive uterine bleeding," Alóe var notuð til að græða minni háttar sár og mýkja húð "Both the translucent inner pulp and the resinous yellow exudate from wounding the Aloe plant are used externally to relieve skin discomforts."
Guðspjöllin segja frá því að Jesús hafi sést við gröfina í garði Jósefs og síðar á göngu sama daginn til nágrannaþorps, Emmaus, en tæplega er hægt að gera ráð fyrir því að hann hafi verið orðið svo sprækur fyrr en u.þ.b. viku seinna.
21.3.2008 | 13:59
Dó ekki - var Jesús svæfður á krossinum?
Fernando Mamangon, 37 ára gamall Filippseyingur hefur í 12 skipti lifað af krossfestingu og ætlar sér að krossfestast í dag í 13. skiptið.
Michael Baigent leiðir að því líkum í bók sinni "The Jesus Papers" að Jesús hafi lifað af krossfestinguna. Hann bendir m.a. á eftirfarandi atriði því til stuðnings:
- Ópíum og fleiri efni voru geymd í njarðarvetti ætluð til deyfingar fyrir skurðaðgerð og bleytt í vatni til að virkja efnin rétt fyrir notkun.
- Með því að bera njarðarvöttinn sbr. Jóh 20:29-30 að nefi og munni viðkomandi olli það bráðu meðvitundarleysi.
- Þegar Jesús var stunginn í síðuna eftir að hann var tekinn niður af krossinum, vall út blóð, sem bendir til þess að hann hafi verið með lífsmarki. (Hann var ekki stunginn í gegnum hjarta eða höfðuð, sem hefði verið hættulegra)
- Þegar Jesús missir meðvitund hrökkva hans nánustu frá og standa álengdar þegar Jesús er tekinn niður og fluttur í gröfina sbr. Lúk 23:49 "Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá. En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta."
- Hann var tekinn í skyndi niður af krossinum, lagður í einkagröf ríks manns sem ekki hafði verið notuð áður í námunda við aftökustaðinn, sbr. Lúk 23:50-53 og Jóh 20:41-42
- Jósef og Nikódemus hjúkruðu Jesú strax um nóttina sbr. Jóh 20:39 "Þar kom líka Nikódemus, er fyrrum hafði komið til hans um nótt, og hafði með sér blöndu af myrru og alóe, nær hundrað pundum."
- Gröf Jesú hefur að öllum líkindum verið í Kidron dal þar sem enn þann dag í dag má sjá fjölda hellisskúta skorna inn í klettana í námunda við Getsemane garðinn sem líklega hefur einnig verið í einkaeigu.
Þessu til viðbótar má geta þess að Jesús er furðu brattur þegar hann kemst á fætur og ferðast í námunda við Jerúsalem, eða til Emmaus og Betaníu, sem tekur um það bil hálfa klukkustund að rölta.
Seinna fer hann svo lengra norður, eða til Galíleu þar sem hann hittir postulana, borðar steiktan fisk eins og við þekkjum, kemur svo aftur til Jerúsalem og hverfur algjörlega úr guðspjöllunum sem slíkur við Olíufjallið í Betaníu 40 dögum eftir páska.
Hvað um hann verður eftir það, er mönnum enn þann dag í dag, ágiskunarefni. Eitt er víst að honum hefur ekki verið vært í Ísrael eftir þennan atburð. Sumir halda því fram að hann hafi sest að í Kúmran hjá Essenum, aðrir halda því fram að hann hafi flúið til Egyptalands og dvalið þar til æviloka, trúlega nálægt Nag Hammadí þar sem Gnostisku handritin fundust 1945.
Gleðilega páska
![]() |
Krossfestingar á Filippseyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.3.2008 | 14:26
Skírnin - fyrsta frelsissvipting barnsins
Samkvæmt vefsíðu Religious Tolerance eru um 2 milljarðar kristinna manna í heiminum, en þeim fer fækkandi. Ef við gerum samt ráð fyrir að í þessu mannhafi fæðist börn, eða um 2% - 2,5% fjöldans, þá eru um 40 milljónir barna a.m.k neydd í söfnuði kristinna manna á hverju ári, á þeim forsendum að Jesús hafi boðað barnaskírn skv. Matt. 19:14-15 "En Jesús sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki. Og hann lagði hendur yfir þau og fór þaðan."
Þessa málsgrein hafa kristnir menn skilið sem svo að þarna sé Jesús að tala um barnaskírn. Jesús var Gyðingur, greinilega uppi á móti siðum og venjum Gyðinga, andatrúar (spíritisti), sem trúði á mátt handayfirlagninga líkt og menn sem kenna sig við "heilun" gera í auknum mæli í dag um vestræna veröld.
Sjálfur var Jesús umskorinn ef trúa má Lúk. 2:21 "Þegar átta dagar voru liðnir, skyldi umskera hann, og var hann látinn heita Jesús, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var getinn í móðurlífi."
Jesús getur þess hvergi að hann hafi afnumið eða lagst gegn umskurn, en ef kristnir menn hafa skilið ofangreint vers á þann máta, er ekkert nema gott um það að segja. Betri er skírn en umskurður drengja og stúlkna að mati flestra kristinna og trúlausra.
Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun margra að hér er um vissa frelsissviptingu barnsins að ræða. Barnið er tekið inn í trúsöfnuð móðurinnar skv. lögum um skráð trúfélög.
8. gr. Aðild að skráðu trúfélagi. Þeir sem eru orðnir 16 ára að aldri geta tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða úrsögn úr trúfélagi.
Barn skal frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess.
Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sameiginlega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun.
Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi.
Enginn má samtímis heyra til þjóðkirkjunni og skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar eða fleiri en einu skráðu trúfélagi utan þjóðkirkjunnar.
Ef við setjum inn orðið stjórnmálafélag í stað trúfélags, þá sjáum við hve ruddaleg þessi framkvæmd er gagnvart ómálga barni, sem grætur við athöfnina og veit ekkert um hvað er verið að ákveða fyrir þess hönd.
Presturinn heldur áfram, eins og ekkert hafi í skorist og talar um þá athöfn sem ónafngreind kona nokkur framkvæmdi á Jesú rétt fyrir krossfestinguna. Matt 26:7-13 "7Kom þá til hans kona og hafði alabastursbuðk með dýrum smyrslum og hellti yfir höfuð honum þar sem hann sat að borði. 8Við þessa sjón urðu lærisveinarnir gramir og sögðu: Til hvers er þessi sóun? 9Þetta hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum.
10Jesús varð þess vís og sagði við þá: Hvað eruð þið að angra konuna? Gott verk gerði hún mér. 11Fátæka hafið þið jafnan hjá ykkur en mig hafið þið ekki ávallt. 12Þegar hún hellti þessum smyrslum yfir líkama minn var hún að búa mig til greftrunar. 13Sannlega segi ég ykkur: Hvar um heim sem fagnaðarerindi þetta verður flutt mun þess getið sem hún gerði og hennar minnst."
Gott og vel. En er ekki kominn tími til að rífa niður gildi muslima og bjóða niðurrif á þessum gildum á móti? Kaup - kaups.
9.3.2008 | 18:54
Jesús sagði - Snertu mig ekki!...
Skv. Jóh. 21:17 gefur Jesús þessa hastarlegu skipun, er María Magdalena eiginkona hans ætlaði að faðma hann eftir upprisuna. "Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: ,Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar."
Enn fremur bætir hann því við sem ástæðu, að hann sé ekki enn stiginn upp til föður síns. Ég skil ekki þessa höfnun eiginmannsins. María í mikilli sorg, en ætlar svo að faðma mann sinn sem lifði af krossfestinguna.
Matt. 28:9 segir aðra sögu: "Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: "Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans."
Hér er María ekki lengur ein, heldur eru þær tvær Maríurnar. Enn eitt dæmið um að Guðspjallamönnunum ber ekki saman.
Mark 16. kafli minnist ekki á neina snertingu, en Maríurnar eru tvær og einhver Salomo til viðbótar.
Skv. Lúk 24:39 var allt í lagi að snerta Jesú, "Lítið á hendur mínar og fætur, að það er ég sjálfur. Þreifið á mér, og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þér sjáið að ég hef." enda konurnar núna orðnar fjórar eða fimm a.m.k. skv. 10. versi "Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar, sem voru með þeim."
Hér er hið undarlegasta misræmi í Guðspjöllunum sem ég get engan vegið búið til eina trúverðuga frásögn úr til að leggja á borð fróðleiksfúsra og saklausra barna eða ungmenna.