Trúarfíknin flækir afstöðu biskups

Mér þykir mjög dapurlegt að sjá þessa afstöðu biskups, herra Karls Sigurbjörnssonar, er hann telur það íþyngja trúfélögum og ganga gegn hagsmunum barna, ef þau fá ekki að njóta þeirrar viðteknu venju að fylgja trúfélagi móður frá fæðingu.
Við höfum gengið í gegnum hægfara breytingar í trúmálapólitík, sem íþyngt hefur trúfélögum og gengið gegn réttindum trúaðra.
Sem dæmi má nefna löggjöf um opnunartíma verslana á helgidögum. Það tíðkast ekki lengur að sjónarmiðum trúfíkinna sé fylgt eftir hvað varðar að ekkert verk megi inna af hendi á helgidögum.
Ekki er lengur amast við svínakjöts-, hrossakjöts-, eða blóðmörsáti þegna þjóðkirkjunnar, þó svo að aðrir trúsöfnuðir haldi enn meðlimum sínum í viðjum hvað "óhreina fæðu" snertir.
Þá má minna á lit brúðarkjóla við giftingar innan þjóðkirkjunnar. Það er ekki lengur amast við því af hálfu presta, að spjallaðar meyjar geti gift sig í hvítum kjól.
Ekki er lengur amast við því að hjón séu ekki sömu trúar innan þjóðkirkjunnar við giftingarathöfn.
Þannig hefur þjóðkirkjan og aðrir trúsöfnuðir þurft að gefa eftir í tímans rás fyrir breyttu viðhorfi tíðarandans.
Mormónar gáfu út opinbera yfirlýsingu á 8. áratug síðustu aldar, að svertingjar í Norður-Ameríku væru jafn réttháir og aðrir þegnar ríkisins. Áður töldust þeir eins og indíánar ekki "delightful".
Hommar og lesbíur hafa í auknum mæli fengið aukinn rétt til að teljast til Guðs barna eins og önnur mannana börn.
Þannig má telja upp fjölda dæma um hve afstaða trúfíkinna er æ meir að missa tökin á alþýðunni, sem sífellt leitar að meira frelsi til hugsunar og athafna.
Biskup segir ennfremur skv. frétt Mbl.: - Þá sé hætt við að það fyrirkomulag sem lagt er til í frumvarpinu verði flókið í framkvæmd, enda engin ákvæði um það hvernig skuli farið með ef foreldrar barns verða ekki sammála. "Viðbúið er að skrásetning barns verði útundan og staða barnsins verði tilgreind utan trúfélaga."

Því er lögð til eftirfarandi breytingatillaga: "Í stað síðustu setningarinnar: "Fram til þess tíma verður þessi staða barnsins ótilgreind." komi: Ákvörðun þess efnis skal liggja fyrir þegar nafn barns er skráð, ella verði það skráð í trúfélag móður."

Hér virðist mér biskup snúa hlutunum á haus og vilja gera einfalt mál flókið. Auðvitað væri einfaldast að í frumvarpi innanríkisráðherra um skráð trúfélög yrði gert ráð fyrir þeirri einföldu reglu að börn megi hreinlega ekki skrá í trúfélög innan 18 ára aldurs. Ekki þætti trúfíknum það góð venja ef börn fylgdu sama stjórnmálaflokki og móðir eða foreldri, en gætu svo við kosningaaldur ákveðið sjálf í hvaða flokk þau ganga.

En ég get hins vegar verið sammála afstöðu trúfíkinna, að þynna ekki lög um skráð trúfélög um of og gera þau álíka útþynnt og lög Svía, sem heimila mönnum að skrá félag um sjálfsagðan rétt manna til að afrita og dreifa hindrunarlaust það sem þeim sýnist á internetinu. Þarna er um fáránlega útþynningu að ræða sem ég get ekki enn verið sammála. Kannski er einhver kreddufesta hið innra með mér, líkt og hjá trúuðum í þessum efnum?


mbl.is Veruleg þáttaskil í trúmálapólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband