Trúuðum ber að afruglast

Trúaðir halda fast í siði og hefðir sinnar trúar sem eru ekki lengur í takt við siðferðisvitund samtímans.

Kristnir telja sig enn vera að gera góða hluti með því að gera ómálga börn að meðlimum safnaðar síns sem fyrst eftir fæðingu. Hvenæar á að skíra barnið?, er sjálfsögð spurning í hugum kristinna. Barnið hefur engan rétt til að segja nei.

Múslimir og Gyðingar telja sig enn vera að gera góða hluti með því að umskera drengi sem fyrst eftir fæðingu og marka þá þannig eigin söfnuði. Söfnuði Guðs eins og þeir skilja það. Trúlega spyrja múslimir og Gyðingar líka, hvenær á að umskera drenginn? Og finnst ekkert sjálfsagðara. Barnið ekkert spurt.

Þessi dæmi sýna að trúaðir eru ruglaðir. Þeim ber að afruglast.


mbl.is Siðferðisgildin ekki horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Öll trúarbrögð eru verra en Ópíum fyrir Manninn..

Vilhjálmur Stefánsson, 8.4.2012 kl. 15:18

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sælir,

Ég á góða vini meðal kristinna manna, gyðinga, múslima og trúleysingja.  Mér finnst alveg sjálfsagt mál að þeir hafi sína trú.  And-trú er ágangur á frelsi mannsins.  Flestir trúleysingjar sem ég þekki er nákvæmlega sama hvort fólk trúir eða ekki og á hvað það trúir.  And-trúar menn bölsótast út í alla sem eru trúaðir en gera sér ekki grein fyrir því að trúin er sterkasta driffjöður okkar til framþróunar.  Ef við trúum ekki að við getum eitthvað, þá getum við það ekki.  Svo einfalt er það.  Trúin á okkur sjálf er það sem drífur okkur áfram.  Án þeirrar trúar, hvort sem við leitum hennar hjá sjálfum okkar eða annarsstaðar, stöndum við í stað.

Páskakveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.4.2012 kl. 17:17

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Mætti líka bæta því við að and-trúaðir (lesist t.d. blogghöfundur) hafa líka mjög sterka tilhneygingu til að horfa á umbúðirnar en framhjá innihaldi þess sem (hér) biskup segir.  Eða eins og Biblían segir (umorðun megasar): fókusera á flísina en taka ekki nótis af bjálkanum.

Upprisukveðja

Ragnar Kristján Gestsson, 9.4.2012 kl. 08:52

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, And-trú má svo sem kalla það sem ég kalla - trúfrjáls -, en skiptir ekki öllu máli. Þú segist eiga góða vini meðal kristinna, Gyðinga, múslima og trúleysingja. Það er nú bara hið besta mál, ef þeir eru líka vinir þínir. En hvernig stendur þá á því að múslimum og Gyðingum kemur svona illa saman víðs vegar um heim allan, Arnór? Er það vegna manna eins og mín - trúfrjálsra - ? Af lýsingu þinni að dæma eru flestir vinir þínir eins og ég, þ.e. trúfrjálsir. Þeim er alveg sama á hvað eða hvort þeir trúa. En flestir vinir þínir eru trúlega vinir barna sinna og vilja þeim vel. Sumir vilja láta skíra þá inn í sinn söfnuð sem fyrst eftir fæðingu, aðrir vilja láta umskera sína syni sem fyrst eftir fæðingu og gera þetta af einskærri umhyggjusemi gagnvart börnum sínum. Og svo er trúleysingjunum alveg sama hvort börn þeirra eru skírð eða umskorin, eða bara hvorugt.

En biskup er ekki að segja neitt nýtt, Ragnar. Og orð hans eru hispurslaus og umbúðalaus.

En, strákar. Ykkur ber að afruglast.

Sigurður Rósant, 9.4.2012 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband