10.4.2012 | 23:49
Hebreasögur über alles
Já, það má ekki hrófla við þjóðsögum Hebrea og skilningi lesenda þeirra á hlutverki meintrar útvalinnar þjóðar Guðs. Kristnir og Gyðingar trúa því enn að Guð þeirra, Jahve, muni vernda Gyðinga frá gjöreyðingu allra óvinanna sem umkringja "fyrirheitna landið".
Mér virðist nú samt allt benda til þess að Írönum og fleiri múslimaríkjum takist að þurrka út Gyðinga af því landsvæði sem kallast Palestína eða Ísrael. Ekki svo að skilja að ég haldi með múslimum, en ég get engan veginn fengið mig til að taka afstöðu með öðrum hvorum hópnum. Endalausar erjur þeirra í millum, allt frá dögum Abrahams, eru og verða bara þeirra mál sem okkur "kristnum" eða trúfrjálsum kemur einfaldlega ekkert við.
Mér virðist nú samt allt benda til þess að Írönum og fleiri múslimaríkjum takist að þurrka út Gyðinga af því landsvæði sem kallast Palestína eða Ísrael. Ekki svo að skilja að ég haldi með múslimum, en ég get engan veginn fengið mig til að taka afstöðu með öðrum hvorum hópnum. Endalausar erjur þeirra í millum, allt frá dögum Abrahams, eru og verða bara þeirra mál sem okkur "kristnum" eða trúfrjálsum kemur einfaldlega ekkert við.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Nú veit ég ekki hvert er tilefni þessarar færslu ... en ég held að Ísraelsríki sé í raunverulegri hættu eins og þú bendir á.
Endalausar erjur allt frá dögum Abrahams ... ekki alveg að skilja. Gyðingar og arabar hafa ekki átt í sérstökum erjum fyrr en síðustu hálfa öld eða svo, sögurnar úr Biblíunni af átökum Hebrea við nágranna sína eru að mestu haldlitlar þjóðsögur og ævintýrin um Abraham eru einmitt það, ævintýri.
En Gyðingar áttu í hatrömmum styrjöldum við rómverska setuliðið í eina öld eða svo. Þannig að frá "tímum Abrahams" til nútíma, 4000 ár. Erjur milli Gyðinga og nágranna, kannski 150 ár.
Brynjólfur Þorvarðsson, 16.4.2012 kl. 10:44
Tilefni færslu minnar var reyndar fréttin af samtökum hebreskra rithöfunda sem vilja að Nóbelsverðlaunanefndin og PEN-rithöfundasamtökin fordæmi þýska rithöfundinn Gunter Grass vegna umdeilds kvæðis hans um Ísrael.
Já, ég held líka að Ísraelsríki sé í verulegri hættu og margir þeir sem búa í Ísrael og nágrenni.
Endalausar erjur allt frá dögum Abrahams veit ég svo sem ekkert um, nema hvað þess er getið í 1. Mós 16:11-12 að "hönd hans [frumburðar Abrahams] mun vera uppi á móti hverjum manni og hvers manns hönd uppi á móti honum, og hann mun búa andspænis öllum bræðrum sínum."
Þessum "spádómi" eða "orðum Guðs" hefur eflaust verið haldið á lofti, bæði meðal Gyðinga og einhverra afkomenda Ísmaels, enda telja "fræðimenn" múslima að þeir séu komnir af Ísmael. - Því til viðbótar má geta þess að þeir telja að Abraham hafi ætlað að fórna Ísmael en ekki Ísak eins og okkur og Gyðingum er kennt í Hebreasögum.
Þar af leiðandi tel ég að "endalausar erjur" hafi ríkt milli Gyðinga og afkomenda Ísmaels, hvernig svo sem þeir hafa verið flokkaðir eftir trú. Fyrst töldust þeir Zaraþústratrúar, eða þar til Múhameð spámaður batt endi á þá trú með offorsi. Það fer svo sem engum sögum af þessum erjum frá sagnfræðilegum sjónarhóli séð, en ég býst við að Gyðingar hafi aldrei aðlagast nágrönnum sínum, heldur reynt að halda sig sem mest frá öðrum sem stunduðu ekki sömu siði og þeir.
Sigurður Rósant, 18.4.2012 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.