Börn neydd til að taka kristna trú.

d_p.jpgÞað er nokkuð ljóst frá mínum bæjardyrum séð, alla vega, að börn hér á landi og víða annars staðar í þeim ríkjum þar sem "trúfrelsi" ríkir, eru neydd til að taka kristna trú. Ef við skoðum ákvæði í lögum um skráð trúfélög hér á landi má sjá eftirfarandi:

8. gr. Aðild að skráðu trúfélagi.
Þeir sem eru orðnir 16 ára að aldri geta tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða úrsögn úr trúfélagi.
Barn skal frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess.

Tilefni þessara skrifa, er svar tveggja bloggara Kristins Eysteinssonar og Ársæls, við athugasemd minni við grein Kristins um að kristin fjölskylda hafi verið dæmd í 15 ára fangelsi í Egyptalandi.

Athugasemd mín:

Skerða ætti rétt fullorðinna til að neyða eigin trú upp á afkomendur sína, á sama hátt og skerða ætti rétt fólks til að drekka bjór og éta yfir sig á þeim tíma sólarhringsins sem allir ættu að taka á sig náðir. Of mikið frelsi á þessum sviðum gerir fólk að aumingjum.

Ársæll skrifar:

Sammála þessu með bjórinn, það er lítill menningarauki að honum. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að kristinni trú hafi verið neytt upp á nokkurn mann. Það er einfaldlega ekki hægt Kristur vinnur ekki þannig.

Ársæll (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 18:58

Kristinn skrifar (og oftúlkar orð mín):

Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir slík áhrif eins lengi og þú virðist vilja (til 18 ára aldurs) er að læsa börnin inni í herbergi og leyfa þeim ekki að sjá sjónvarp, bíó, lesa bækur eða blöð eða hafa nokkur samskipti við annað fólk. Börnin munu alltaf heyra um trúarbrögð, stjórnmál og margt annað í bíómyndum, sjónvarpsþáttum, fréttum, bókum og frá vinum sínum og kunningjum. Eina leiðin til að verja þau gegn slæmum áhrifum er að sjá til þess að góð áhrif verði hinum óæskilegu yfirsterkari. Til þess þurfa foreldrar að hafa frelsi til að kenna börnunum það sem þeim finnst rétt og æskilegt.

Kristinn Eysteinsson, 22.1.2013 kl. 19:09

Ég svaraði Kristni og Ársæli með því að vísa í 8.gr. laga um skráð trúfélög og benti Kristni jafnframt á að hann oftúlkaði skrif mín. Það þyrfti ekki endilega að loka börnin inni til að forða þeim frá trúarlegri innrætingu. Nóg væri að sétja lög sem hlífðu börnum við henni líkt og nú er gert í tóbaksvarnarlögum, hvað varðar óbeinar reykingar:

10. gr. Tóbaksreykingar eru með öllu óheimilar:
   1. Í grunnskólum, vinnuskólum sveitarfélaga, á leikskólum, hvers konar dagvistum barna og í húsakynnum sem eru fyrst og fremst ætluð til félags-, íþrótta- og tómstundastarfa barna og unglinga.
   2. Á opinberum samkomum innan húss sem einkum eru ætlaðar börnum eða unglingum.
   3. Í framhaldsskólum og sérskólum.

Þessi samlíking fór eitthvað illa með réttlætiskennd Kristins sem faldi (birti ekki) athugasemd mína en boðar þess í stað hertar reglur á bloggsíðu sinni:

Ég hef því ákveðið að birta ekki fleiri athugasemdir fyrr en ég er búinn að búa til skriflegar reglur og birta þær til að fólk geti farið eftir þeim.

Kristinn Eysteinsson, 22.1.2013 kl. 22:39

Nú er það auðvitað svo, að kristnir eru ekki þeir einu sem neyða trú sína upp á afkomendur sína. Mér virðist flest allir nýta sér þessa heimild í stjórnarskrám og lögum ríkja víðs vegar í þessari veröld úreltra löggjafa um "trúfrelsi". Sorglegast er auðvitað að sjá að börn séu látin gjalda ákvarðana eða "lögbrota" foreldra sinna, eins og fjallað er um í frétt þeirri sem Kristinn vísar í. Að því leyti eru lönd þau sem kenna sig við Islam, langt frá því að sýna jafn mikið umburðarlyndi gagnvart fólki sem kýs að vera annarrar trúar eða utan trúfélaga, eins og við þekkjum í vestrænum ríkjum þar sem trúfrjálsir hafa kennt kristnum veginn til aukinna mannréttinda og vernd ungmenna gegn slæmum áhrifum ljótra siða fullorðinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband