25.1.2013 | 17:31
Félag múslima fær lóðina sína
Það má heita merkilegt að það taki skráð trúfélag um 13 ár að fá leyfi til að byggja bænahús í landi sem kennir sig við "trúfrelsi" og styðst við mannréttindayfirlýsingar, ákvæði í stjórnarskrám og fleiri lagaákvæði sem eiga að tryggja öllum skráðum trúfélögum sömu réttindi hvað byggingu bænahúsa snertir og iðkun trúar eftir eigin sannfæringu.
Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Salmann Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms.
Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar.
En hvernig koma múslimir til með að nota sín bænahús? Það er nokkuð mismunandi eftir trú þess fólks sem stýrir viðkomandi söfnuði hverju sinni.
Sumir byggja sín bænahús þannig, að karlar og konur iðki bænir í aðskildum rýmum. Hafa t.d. hátalarakerfi þar sem konur og stúlkur dvelja og hlusta á allt sem bænastjóri eða ímám segir og fylgja svo eftir með sams konar beygingum og karlahópurinn framkvæmir.
Aðrir byggja sín bænahús þannig að karlar og konur geti verið nánast í sama sal, en þó í aðskildum hópum.
Bænahús þessi eru oft skipulögð með það í huga að hægt sé að koma saman á vissum hátíðum og blandast þá kynin saman og börnin mæta líka til að snæða saman þjóðlegan mat frá upprunalöndum viðkomandi. Þá eru og á boðstólum alls kyns varningur til sölu, kuflar, kjólar, treflar, höfuðföt, lesefni og Kóraninn á arabísku.
Ég vil nota tækifærið og óska Félagi múslima á Íslandi til hamingju með þennan áfanga, en jafnframt vil ég skora á þá að ganga nú á undan með góðu fordæmi og hlífa börnum sínum innan 18 ára aldurs, við innrætingu allrar trúar þeirra á heimilum og í bænahúsum. Sýna þannig öllum skráðum og óskráðum trúfélögum hér á landi, að það er hægt að virða réttindi barna, langt fram yfir það sem allir barnasáttmálar kveða á um.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæll; Sigurður Rósant !
Þér; að segja, Sigurður minn, á veröld okkar, við 3 mestu slæmskur að etja, sem eru : Gyðingdómur - Múhameðstrú, og íslenzkir stjórnmálamenn.
Þannig að; þú hefðir getað sparað þér lofrullna hér efra - og rifjað upp í leiðinni, þann myndarskap Ferdínands og Ísabellu Spánarkonungshjóna forðum, þegar þau gáfu Márum og Gyðingum kost á, að kasta hindurvitnum Gamla Testamestis og Kórans, og taka upp siðu Spánverskra - eða hverf á braut ella, þess í stað, ágæti drengur.
Trúfrelsi svokallað; á ekki að vera neitt heilagra, en aðrar ógáfulegar manna setningar, krefji brýnar þarfir til innanlands friðar annarrs, Sigurður minn.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 17:55
Afsakið; meinlegar innsláttar villur, sums staðar - skrifað; í rökkri, gott fólk.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 18:09
Sæll Óskar Helgi.
Í dag dugir ekki að vera með mjög einarða afstöðu gegn frelsi einstakra trúsöfnuða umfram aðra.
Við verðum að leyfa öllum það sama, en jafnframt huga að því hvernig við getum skert trúfrelsi þeirra allra í framtíðinni. Trúfrelsi eins og það er skilgreint í dag, er allt of mikil eftirgjöf til handa trúuðum fullorðnum, sem ættu reyndar að fá að stunda sína trú á laun, eins og forfeðrum okkar var leyft við kristnitökuna, ef eitthvað er að marka þau fræði sem haldið var að okkur í grunnskóla.
Með bestu kveðjum úr Breiðholtinu.
Sigurður Rósant, 25.1.2013 kl. 18:15
Sæll á ný; Sigurður Rósant !
Auðvitað; má nefna milliveg þann - sem Þorgeir Ljósvetningagoði stakk upp á, og samþykktur var forðum, að heiðnir menn skyldu blóta, á laun.
En; Gyðingar eru drifkraftar peninga pukurs og okurs, margskonar - Múhameðstrúarmenn aftur á móti, eru fremstir í að drepa hvern annan - sem og aðra, útífrá.
Hvers vegna; getur ekki sams konar tækniþróun og uppgötvanir átt sér stað, í Jemen á Arabíu skaga - eins og hjá Suður- Kóreumönnum á Kóreuskaga, til dæmis, síðuhafi vísi ?
Svo; eitt dæma sé tekið, um hrörnun eingyðis hyggju þeirra, sem glapizt hafa til, að taka þá Jehóvah og Allih, full bókstaflega, svo sem.
Sízt lakari kveðjur; hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 18:29
Sæll aftur, Óskar Helgi.
Þá erum við orðnir a.m.k. tveir sem erum sammála um það að auðvitað má leysa ágreininginn um "trúfrelsið" á þann máta að gefa Gyðingum, kristnum og múslimum færi á að iðka trú sína á laun, en veita ómálga börnum og óhörðnuðum unglingum frelsi frá allri trúarlegri innrætingu til 18 ára aldurs.
Jemenar eru margir hverjir uppteknir af því að drepa niður alla sjálfstæða hugsun, sbr. Min arabiske rejse, eftir Ninu Rasmussen, sem upplifði þá eftirminnilgu reynsu að þurfa að halda í sér í 5 klst. aftast í langferðadruslu, á meðan karlarnir migu við hvert tækifæri þegar stoppað var og tyggðu khat. Sjá nánar færslu mína Að vera kona í Jemen.
Hverjum eiga Suður-Kóreumenn sínar framfarir að þakka? Hatrinu gegn kommúnismanum í Norður-Kóreu? Óvild þeirra í garð Japana? Eða fjármagni frá Sun Myung Moon? Ekki hef ég hugmynd um hvaðan þeir fá drifkraftinn.
En vinnum að iðkun trúar á laun.
Með bestu kveðjum úr Breiðholtinu.
Sigurður Rósant, 25.1.2013 kl. 18:55
Sæll; sem áður !
Bezt væri; að plágur, eins og : Gyðingdómur - Múhameðstrú (kenningarnar, ekki fólkið) væru úr sögunni, líkt og stjórnmála hyskið íslenzka, Sigurður minn.
Allt þrennt; svona fremur hvimleiðir hlutir í tilverunni, því miður, ágæti drengur.
Ekki síðri kveðjur; en aðrar fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 20:26
Alsæll nú, Óskar Helgi Helgason.
Allra, allra bedst væri hvis kristendom, islam og jødedommen ku' udslettes. Og auðvitað öll stjórnvöld sem "skipuð" eru af Jahve, Allah og Mazda.
Það þarf alltaf eitthvað þrennt til að gera oss lífið leitt hér innan um saklausu dýrin í skóginum.
Med bedste ønsker om videre samarbejde med Breidholt.
Sigurður Rósant, 25.1.2013 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.