25.1.2013 | 22:38
Trúaðir þola ekki skoðanaskipti við trúfrjálsa
Margsinnis hef ég rekið mig á það síðan ég byrjaði að blogga hér á blog.is í lok ársins 2007, að trúaðir hreinlega umhverfast þegar þeim er bent á misræmi, villur eða rangfærslur í eigin málflutningi. Það er eins og þeir fái það skyndilega á tilfinninguna, að nú sé "hið illa" eða "Satan" sjálfur að vega að þeim.
Síðasta dæmið er nokkuð augljóst öllum læsum mönnum. En það gerðist er ég svaraði athugasemd Kristins Eysteinssonar sem nýbyrjaður er að blogga hér á síðum blog.is og lítur á bloggsíðu sína sem "sína eigin", en ekki sem þiggjandi gestur á blog.is.
Kristni varð það á að fullyrða eftirfarandi í þessari færslu sinni Vísindi eða heimspeki? #19:
Í mínum huga eru hvorki Vottar Jehóva né Mormónar Kristnir. Það sem meira er, þeir eru það ekki í eigin huga heldur.
Ég veit því ekki á hverju þú byggir þína skilgreiningu.
Ég benti Kristni á eftirfarandi frá vefsíðum beggja þessara hópa:
- Við trúum að hjálpræði fólks sé undir Jesú komið enda segir í Biblíunni: Ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur. Postulasagan 4:12.
- Þeir sem gerast vottar Jehóva láta skírast í nafni Jesú. Matteus 28:18, 19.
- Við biðjum bænir okkar í nafni Jesú. Jóhannes 15:16.
- Við trúum að Jesús sé höfuð hvers manns, það er að segja að honum sé falið að fara með yfirráð yfir öllum. 1. Korintubréf 11:3.
Við erum þó að ýmsu leyti ólík öðrum trúfélögum sem kalla sig kristin. Til dæmis trúum við að Biblían kenni að Jesús sé sonur Guðs en ekki hluti af þrenningu. (Markús 12:29) Við trúum ekki að sálin sé ódauðleg, að Guð kvelji fólki að eilífu í helvíti eða að þeir sem veita forystu í trúarlegu starfi eigi að bera hefðartitla. Prédikarinn 9:5; Esekíel 18:4, Biblían 1981; Matteus 23:8-10.
Og frá Mormónum:
Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er fjórða stærsta kristna kirkjan í Ameríku.
Hverjar eru grundvallarkenningar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu? Joseph Smith, stofnandi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, skrifaði eftirfarandi: Grundvallarreglur trúar okkar eru að Jesús Kristur dó, var grafinn og reis upp á þriðja degi, og sté upp til himins; og allt annað í trúarbrögðum okkar eru viðauki við það.
Til viðbótar við það sem stendur hér að ofan, þá trúa Síðari daga heilagir ótvírætt að:
1 Jesús Kristur er frelsari heimsins og sonur kærleiksríks föður okkar á himnum.
2. Friðþægingarfórn Krists gefur öllu mannkyni möguleikann á því að frelsast frá syndum sínum og að snúa aftur til að búa með Guði og fjölskyldum þeirra að eilífu.
3. Frumkirkja Krists, eins og henni var lýst í Nýja testamentinu, hefur verið endurreist á okkar tímum.
Ég tjáði Kristni líka að ég hefði margsinnis heyrt þann orðróm um þessa söfnuði að þeir væru ekki kristnir, en ég teldi að sú goðsögn hefði myndast á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en ég vissi ekki af hverju.Teldi að þessi trú væri eins konar hjátrú margra kristinna hópa sem stóð eitthvað stuggur af þessum söfnuðum.
Kristni hefur kannski fundist að ég væri þar með að brjóta einhverja af hans nýsettu reglum um hvernig bloggarar ættu að haga sér á "sinni bloggsíðu". Kannski þessa?:
5. Persónuárásir gegn blogghöfundi eða öðrum sem skrifa athugasemdir við bloggið eða þekktum nafngreindum einstaklingum eru ekki leyfðar.
Ég sá nú enga persónulega árás í þessum tilraunum mínum til að leiðrétta langvarandi misskilning eða sleggjudóma í garð þessara tveggja safnaða.
Í lokin spyr ég svo Kristinn hvort hann geti vitnað í aðrar yfirlýsingar þessara safnaða sem gefa það til kynna að þeir telji sig ekki kristna.
Kristinn hefur kosið að birta ekki mína athugasemd sem er í raun ekkert einsdæmi meðal trúaðra. Þeir hreinlega þola ekkert mótlæti í sinni "sterku trú".
Hvað er eiginlega að gerast með þá mörgu trúuðu einstaklinga sem ruddust fram á ritvöllinn og ætluðu sér að sýna trúleysingjum, trjúfrjálsum og þeim sem voru annarrar trúar en þeir sjálfir, að nú væri lag að boða trú sína á blog.is?
Mér virðist flestir þeirra hafa lagt árar í bát að örfáum ónefndum undanskildum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru vanir að prédíka fyrir kórnum blessaðir. Það verður algert panikk ef einhver annars sinnis álpast inn í sápukúluna þeirra.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2013 kl. 03:54
Mér varð á að Afsaka framhleypni mína en leyfði mér að setjaminn hlekk á myndband semmhann gerði að umræðu í þessu bloggi. Hann las hótun að eigin sögn út úr orðinu "en" í þeirri setningu og gaf þar með í skyn að ég væri alveg á mörkunum hvað varðar siðarreglur hans.
Ég gafst raunar upp á að ræða við hann, þar sem hann var kominn í nokkra hringi í þversögnum sínum. Efni greinar hans sneri að því að að dæma vísindin dauð og ómerk yfir línuna vegna þess að einhver greinarhöfundur nefndi að vísindum fylgdu ályktanirmog ákveðin heimspeki. Þetta var að sjálfsögðu til að styrkja sannindi sköpunarsögunnar, eftir því sem ég best veit.
Ég er ekki viss um að hann sé með öllum mjalla, frekar en margir hans líkir, svo ég ákvað að eyða ekki meira bleki á hann.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2013 kl. 04:04
Já, það er satt, þeir eru vanir því að þeim sé skilyrðislaust trúað, eins og fyrirmyndir þeirra sem tala úr predikunarstólnum.
Myndbandið sem þú vísaðir til, var reyndar sama myndbandið og hann vísaði til sem "Heimild: Scientific American ". Kristinn leggur áherslu á það að fyrirspyrjandinn hafi verið að spyrja um "stórþróun" en kennarinn hafi nefnt dæmi um "smáþróun".
Ég nennti hins vegar ekki að ræða um það sem fór þar fram, heldur hélt mig við hluta af lokaorðum hans "Þróunarkenningin hefur aldrei verið sönnuð."
En, það er sama hvernig maður reynir að hjálpa þessu fólki sem stríðir við trúfíkn, það virðist engin leið að koma smá skynsemi inn í kollinn á þeim. Þess vegna kom upp í huga minn 21 spora kerfið sem ég vísa gjarnan til, en þeir hunsa samt alla hjálp, sama hve hjálplegur maður er gagnvart sjálfskaparvíti þeirra.
Sigurður Rósant, 26.1.2013 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.