Meðlimir þjóðkirkjunnar komnir niður í 76.18% af fjölda landsmanna.

Eins og sjá má af meðfylgjandi samantekt, hefur Þjóðkirkjan misst all mikið fylgi frá des 1990 til 1. jan 2013, eða frá 92,61% niður í 76,18% eða um 16.43 prósentustig á 22 árum. Þjóðkirkjan missir því fylgi sem nemur 0,75 prósentustigum að meðaltali á ári hverju og gæti því verið komin niður í 63% landsmanna í lok ársins 2030 með sama áframhaldi.

Mest hefur fylgi skráðra meðlima í kristnum trúfélögum farið til annarra kristinna smásafnaða eða frá 5,29 prósentustigum í des 1990 upp í 11,33 prósentustig 1. jan 2013.

Til annarra trúfélaga og ótilgreint hefur verulega fjölgað úr 0,59% í 5,91% af landsmönnum, eða um 5,32 prósentustig.

Meðlimum utan trúfélaga hefur fjölgað úr 1,32% í 5,16%, eða um 3,84 prósentustig. Þeir teljast þó þriðji stærsti hópurinn, eða um 3,96 prósentustigum fleiri en Bahá'íar, Ásatrúarmenn, Búddistar og múslimir, samanlagt.

Trúfélög á Íslandi 1990 - 2013

 

Til áréttingar fyrir lesendur vil ég taka það fram að ég tel Votta Jehóva og Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormóna), Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar (Moonista), til kristinna safnaða, bæði að þeirra eigin sögn og eftir því sem fram kemur á vefsíðum þeirra.

Eins og sést á meðfylgjandi línuriti hér fyrir neðan, má sjá að vöxtur þjóðkirkjunnar hefur staðnað, fámennari kristnu söfnuðunum vex fiskur um hrygg og fjöldi þeirra sem standa utan allra trúfélaga eða eru í óskráðum trúfélögum og ótilgreindir, fjölgar. Ásatrúarmönnum hefur fjölgað umtalsvert, en Bahá'ísöfnuður, Búddatrúarsöfnuðir og múslimasöfnuðir sitja á botninum.

Fjöldi eftir trúfél 1990-2001-2013

 

Ef skoðað er nánar fylgi smærri kristinna trúsafnaða í samanburði við utan trúfélaga, önnur trúfélög og ótilgreint, sjáum við að kristnu söfnuðunum, utan trúfélaga og önnur trúfélög og ótilgreint, vex verulega fiskur um hrygg á kostnað Þjóðkirkjunnar. Ásatrúarsöfnuður, Búddatrúarsöfnuður, múslimasöfnuðir og Bahá'ísöfnuður sitja enn á botninum og verða þar að öllu óbreyttu um alla framtíð.

trufelog_1990_-_2013_3.jpg

Tölur þessar eru unnar úr tölum af vefsíðu Hagstofu Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband