5.3.2014 | 15:48
Siðmennt og fjölgyðistrúin 'Zuism' hljóta skráningu sem trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi.
Siðmennt hefur fengið skráningu sem lífsskoðunarfélag og nýtur nú svipaðra réttinda og önnur trúfélög, þ.e. þau fá greitt úr ríkissjóði í samræmi við meðlimafjölda.
Fjölgyðistrú fær skráningu sem trúfélag hér á landi. Zuismi er forn fjölgyðistrú Súmera, eða eins og segir á vefsíðu þeirra:
"These gods were An, the god of heaven; Ki, the goddess of earth; Enlil, the god of air; and Enki, the god of water."
Hlutfall meðlima þjókirkjunnar minnkar hægt og bítandi og hefur minnkað sem nemur 1 prósentustigi frá síðasta ári, eða úr 76,18% í 75,06%.
Meðlimum í kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar hefur þó fjölgað úr 11,33% í 11,52%.
Skráðum kristnum hefur því fækkað úr 87,51% í 86,58%.
4 trú- eða lífsskoðunarfélög hafa fengið skráningu frá því á síðasta ári, þ.e. Siðmennt, Zuismi, Endurfædd kristin kirkja og Postulakirkjan Beth-Shekhinah.
Athyglisvert er að sjá hve meðlimum sumra safnaða hefur fjölgað frá síðasta ári en meðlimum í nokkrum hinna minnstu safnaða hefur fækkað aftur á móti,
eins og í eftirtöldum söfnuðum: Baháí, S.D.Aðventistar, Vottar Jehóva, Vegurinn, Kefas, Íslenska Kristskirkjan, Betanía, Soka Gakki á Íslandi,
Catch The Fire og Vonarhöfn.
Af þessu kökuriti má sjá að skráðir kristnir eru enn stór hluti þjóðarinnar. Innan þjóðkirkjunnar eru skráðir 75% þjóðarinnar.
Í öðrum 33 kristnum söfnuðum eru um 12% skráðir. Svo reka lestina 'önnur trúfélög og ótilgreint' 7% skráðir og utan trúfélaga 5%.
Tveir Ásatrúarsöfnuðir ná svo 1%, en aðrir flokkar ná ekki 1 prósentustigi.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 8.3.2014 kl. 18:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.