29.3.2016 | 00:10
Fjöldi meðlima í trúfélögum og öðrum samanburðarhópum 1990 - 2016
Þessi samantekt sýnir breytingar á meðlimafjölda einstakra trúfélaga og annarra samanburðarhópa árin 1990 - 2016. Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað úr 251.728 frá 2005 niður í 237.938 árið 2016. Einnig hefur orðið fækkun í söfnuði S.D.Aðventista, Sjónarhæðasöfnuði, Vottum Jehóva, Bahá'íum, Krossinum/Smárakirkju, Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónum), Veginum, Fríkirkjunni Kefas, Fyrstu Babtistakirkjunni, Íslensku Kristskirkjunni, Samfélagi trúaðra og Betaníu. Boðunarkirkjan er afsprengi eða klofningur frá S.D.Aðventistum og má álykta sem svo að þar hafi orðið einhver tilflutningur. Orð lífsins og Kletturinn hafa algjörlega horfið sem skráðir trúsöfnuðir. Fjölgun hefur orðið í Búddistasöfnuðunum þremur og söfnuðurinn Catch The Fire hefur náð flestum meðlimum meðal þeirra nýju kristnu safnaða neðarlega á töflunni.
Einnig er eftirtektarvert hve meðlimum Kaþólsku kirkjunnar hefur fjölgað á 25 árum og skotist upp fyrir báða Fríkirkjusöfnuðina, en Óháði söfnuðurinn og Hvítasunnukirkjan fylgja þeim svo eftir.
Hér að ofan má sjá að fækkað hefur í heild hjá 35 kristnum söfnuðum úr 284.146 árið 2010 niður í 276.649. Einnig hefur fækkað í Baháísöfnuðinum úr 402 árið 1995 niður í 365.
Hér fyrir neðan má sjá kökurit sem sýnir hlutfall kristinna safnaða og annara samanburðarhópa árið 1990. Hér má glöggt sjá að Baháíar eru mest áberandi meðal annarra trúfélaga en kristinna. Þeir verða svo með þeim minnstu meðal þeirra sem standa utan kristinna árið 2016 eins og sjá má á kökuritinu hér neðst.
Hér má sjá að Þjóðkirkjan er stærst allra safnaða með 92,61% af heildinni árið 1990 en er nú komin niður í 71,6%. Fylgi hennar hefur því hnignað um rúm 20 prósentustig síðustu 25 árin. Svipað er að gerast í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Og hér má sjá hvernig staðan er í dag milli hinna ýmsu trú- og lífsskoðunarhópa. Kristnir söfnuðir eru orðnir 35 að tölu og teljast 83,2% af heildinni. Zúistar eru algjörlega nýir í flórunni og teljast 0,93% af heildinni, en stjórn þess safnaðar lofar meðlimum endurgreiðslu á sóknargjöldum, sem nema nú um 10.800 kr á ári, að frádregnum umsýslukostnaði og sköttum. Athygli vekur að 5.77% heildarinnar kýs að vera skráður utan trú- eða lífsskoðunarfélaga, en óskráðir og ótilgreindir teljast 7,93% af heildinni. Í tvo söfnuði múslima eru skráðir 865 meðlimir, en sumir þeirra halda því fram að um 3.000 múslimar séu hér á landi. Áberandi hafa verið miklar erjur um áherslur, leiðtoga og stöðu kvenna í báðum söfnuðum múslima að undanförnu.
Línuritið sýnir svo söfnuði sem sýnt hafa fjölgun á meðlimum. Athygli vekur að Kaþólska kirkjan hefur skotist upp fyrir bæði Fríkirkjuna í Reykjavík og í Hafnarfirði.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.