27.4.2008 | 18:24
Hvað tefur endurkomu Jesú Krists?
Nokkrir kristnir söfnuðir, Vottar Jehóva, S.D.Aðventistar, Krossinn, Vegurinn og fleiri Hvítasunnusöfnuðir hafa í gegnum árin hamrað á þeirri kenningu að Jesús sé alveg að koma til að mynda þúsund ára ríki, dæma lifendur og dauða eða byrja á því að hrífa burt hina trúuðu svo þeir þurfi ekki að þola þrengingartíma endaloka þessa heims.
Ofstækisfullir einstaklingar sem telja sig knúna til þess að boða endurkomu Jesú hamra á vissum einkennum sem fylgja aðdraganda meintrar endurkomu, en fela sum einkennin sem eru þess eðlis að þau rætast aldrei og þar af leiðandi tefst endurkoma Jesú í það óendanlega þar til flestum verður ljóst að hún verður aldrei að veruleika.
Eftirfarandi einkenni eiga að koma á undan endurkomunni skv. Matt 24. kafla:
- Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!` og marga munu þeir leiða í villu.
- Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.
- Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.
- Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.
- Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.Gott og vel.
Ofangreind atriði má segja að séu sígild og geti verið í gildi í dag. Benný Hinn leikur á alls oddi og selur grimmt sína læknisþjónustu, en fjárfestir og verslar eins og honum sýnist fyrir tekjur sínar. En svo fer að verða erfiðara að sjá eftirfarandi rætast:
- Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.
Ofangreint atriði er í sérstöku uppáhaldi hjá Vottum Jehóva og S.D.Aðventistum. Vottar Jehóva benda þarna á "nafn míns", sem nafnið Jahve eða Jehóva. Aðventistar benda aðeins á nafnið Jesú í þessu sambandi en telja að Páfavaldið muni sérstaklega eltast við þá út af "hvíldardeginum", þ.e. laugardeginum sem er hinn eini sanni helgidagur að þeirra mati.
- Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.
Ofangreint hefur ekki ræst ennþá, en nú eru gósentímar hjá ofstækisfullum einstaklingum og benda mönnum á mengun, offjölgun, hungur, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og svo væntanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga.
En svo kemur síðasta loforðið sem virkar eins og spaug aldanna fyrir þeim sem lengi hafa pælt í þessum spádómum;
- Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
Þrátt fyrir margra áratuga trúboð í Afríku, Asíu, Kína og öllum kommúnistaríkjum heims, þá hefur "fagnaðarerindið" ekki náð eyrum almennings þessara landssvæða og heldur ekki stjórnum þeirra.
Jafnvel þó að fólk þessara heimshluta flytji til Vesturlanda, hefur það ekki neinn áhuga fyrir "fagnaðarerindinu".
Sem dæmi má nefna allan þann fjölda Múslíma sem flust hafa til Vesturlanda undanfarna áratugi. Þeir horfa algjörlega fram hjá allri trúarflóru Vesturlandabúa en halda fast við siði sinnar fjölskyldu og horfa eingöngu á sjónvarp frá heimalandi sínu í gegnum gervihnattasjónvarp.
Svo til að bæta gráu ofan á svart hamra Hvítasunnumenn þessa dagana sérstaklega á eftirfarandi fyrirheiti sem þeir kalla "burthrifninguna".
- Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.
- Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.
Orðað svona fyrir nútímanninn:
- Tveir úti að aka, annar tekinn úr umferð, hinn látinn eiga sig.
- Tvær stúlkur við afgreiðsluborð, önnur skyndilega hverfur, hin heldur áfram að vinna.
- Tvær farþegaflugvélar að lenda, áhöfn annarrar hrifin til fundar við Guð, hin áhöfnin látin eiga sig og lendir heilu og höldnu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hver trúir kristnum manni sem segist þrá frið, að þrá frið er að þrá að Jesú komi ekki aftur; Stríð og leiðindi eru forsenda þess að hann komi aftur.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:54
Ég held að honum lítist ekki vel á þetta lið sem játar trú á hann og segir bara já og amen við öllu bullinu. Hann vill frekar okkur trúleysingjana, við getum þó alla vega haft ofan af fyrir honum með meinfýsnum spurningum.
Allt annað dræpi hann úr leiðindum.
Sigurður Rósant, 27.4.2008 kl. 19:38
Hva, þið hafið greinilega misst af þessu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.4.2008 kl. 10:57
Jahá, heimurinn endaði sem sagt árið 1844. Kanntu annan Svanur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.4.2008 kl. 12:23
Svanur - Bábínn og Baháúllah nenntu ekki að grufla of mikið í þessum skilyrðum og því eru fylgjendurnir enn þeirrar trúar að Jesús hafi mætt á plánetuna 1844.
Var ekkert að marka yfirlýsingar þær um "hina síðustu daga" sem hafðar voru eftir Jesú, Svanur?
Sigurður Rósant, 28.4.2008 kl. 18:48
Hjalti; Það kann að vera mögulegt að árið 1844 hafi nýtt tímabil hafist í mannkynssögunni. Fyrir því liggja ýmis rök. Heimsendir eins og hann hefur verið túlkaður í kristni er ekki endilega eina túlkunin.
Sigurður; Vissulega var að marka yfirlýsingar Krists. Þess vegna komust kristnir grúskarar að því að 1844 væri árið.
Ekki reiknuðu bahaiar þetta ártal út. En margir sem áður voru gyðingar, kristnir, búddistar, hindúar og jafnvel múslímar gerðu það og gengu til liðs við Bahai trúna eftir það. Þetta ártal gekk nefnilega upp í öllum trúarbrögðunum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.4.2008 kl. 19:56
Heimsendir í merkingunni "heimsendir" er það sem talað er um í guðspjöllunum. Að túlka það öðruvísi er út í hött og afskaplega heimskulegt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.4.2008 kl. 10:25
Svanur - "Ekki reiknuðu bahaiar þetta ártal út. En margir sem áður voru gyðingar, kristnir, búddistar, hindúar og jafnvel múslímar gerðu það og gengu til liðs við Bahai trúna eftir það. Þetta ártal gekk nefnilega upp í öllum trúarbrögðunum."
Ekki kynntist ég þeirri reiknisformúlu. En sumir voru að gæla við árið 1974. Fengu það út að sköpun Adams hefði verið 4026 fyrir Krist. 4026 + 1974 = 6000. Og enn eru menn að reikna, en flestir hafa komist að þeirri niðurstöðu að taka verði með ofannefnd skilyrði fyrir endurkomunni. Nokkuð ljóst er að þá eru milljónir ára þangað til Frelsarinn kemur.
Eða hvenær heldur þú Svanur að síðast nefndu skilyrðin verði uppfyllt?
Sigurður Rósant, 29.4.2008 kl. 11:08
Hjalti Rúnar: Já blind bókstafstrú þín leysir ekki nein mál. Kristnir hafa ekkert einkaleyfi á þessu hugtaki, en ég held að það þurfi að nálgast þetta með opnum huga til að skilja þetta.
Sigurður. Þetta verður langur þráður. Ég held að þau hafi öll verið uppfyllt fyrir árið 1844.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.4.2008 kl. 13:56
Jahá, blind bókstafstrú. Einmitt það.
Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að á þessum tíma trúði fólk á að heimsendi í gömlu góðu merkingu orðsins. Í Nýja testamentinu er talað um heimsendi á sama hátt og samtímamenn þeirra töluðu um hann, sem alvöru heimsendi. Ekki eitthvað bull um "nýtt tímabil".
Ég er ekki sá sem er með undarlegar túlkanir, sértrúarsöfnuðurinn sem þú ert meðlimur í stundar þannig túlkanir.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.4.2008 kl. 14:15
Hjalti Rúnar: Þér er sem sagt ekki kunnugt um notkun hugtaksins sem endi á tímabili. Margir kristnir söfnuðir nota það einmitt þannig. "tilkomi þitt ríiki svo á jörðu sem á himni" er einmitt skýskotun til þessa tímabils. Það er líka stundum nefnt 1000 ára friðarríkið. Í Hindúatrú er það tíminn sem gengur í garð eftir að Kalí birtist. Í Völuspá stígur jörðin upp iðagræn upp úr hafinu eftir Raganarrök. Í búddisma er talað um endi gamla heimsins og endurnýjun hans tengd komu Mettayya Buddha.
En ef þetta er allt saman bara "bull" fyrir þér, þá er lítið fleira um það að segja.
Að þú skulir halda að Bahai trúin sé sértrúarsöfnuður sýnir ekkert nema fáfræði þína.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.4.2008 kl. 18:04
Svanur, ég held að ég kannist betur við hugmyndir frumkristinna manna um heimsendi heldur en þér. Vissulega er heimsendir upphaf á nýju tímabili, en það er líka.....heimsendir. Ég kalla það bull að reyna að segja að heimurinn hafi endað árið 1844.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.4.2008 kl. 19:12
Svanur - Það eru einna helst Vottar Jehóva sem tala um heimsendi sem "endi þessa tímabils". Þeir búast við þúsund ára ríki hér á jörðu, þar sem 144 þúsundir verði á himnum að stjórna því sem fram fer hér á jörðu.
Aðrir kristnir trúflokkar tala einna helst um "endalok heimsins"
Hjalti - Sérð þú einhvern mun á "trúsöfnuðum" og "sértrúarsöfnuðum", þegar kenningar þeirra eru einungis skoðaðar? Ég hef tamið mér það að forðast að greina þarna á milli. Ef út í svona skilgreiningar er farið, þá eru allir trúsöfnuðir "sértrúarsöfnuðir" í mínum huga. En til að særa ekki litlu söfnuðina, sem geta þó verið 6 milljónir á heimsvísu, þá tel ég réttara að setja alla söfnuði í sama flokk og nefna þá "trúsöfnuði" eða "trúfélög".
Þetta umræðuefni sem er þó nokkuð afmarkað, sýnir þó að Baháíar líta allt öðrum augum á þau hugtök sem kristnir menn á Vesturlöndum hafa tamið sér í umræðum um trúmál. Vonlaust að ræða við þá á sömu nótum.
Sigurður Rósant, 29.4.2008 kl. 20:47
Hjalti
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.4.2008 kl. 20:47
Hjalti Rúnar; Ég held að þú vitir ekkert um hugmyndir frumkristna en ég held að þú haldir að þú gerir það. Dómsdagshugmyndir voru á reiki meðal frumkristinna, svo mikið er víst, en hvers eðlis þær voru nákvæmlega og hversu útbreiddar hver um sig voru, er ekki vitað. Síðan voru auðvitað aðrir hópar, ekki kristnir en á sömu slóðum sem höfðu ákveðnar messíanskar væntingar og er ruglað saman við þá kristnu. Gnostar aðrir frum-kristnihópar höfðu sínar hugmyndir sem alsekki féllu að skilningi rómarbiskupa o.s.f.r.
Um að árið 1844 hafi markað þessi tímamót eru skiljanlega ágreiningur. Heimurinn tók ekki bókstaflega enda heldur var skilningur manna á honum endurnýjaður og gerður sem nýr.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.4.2008 kl. 20:58
Sigurður: Vottarnir spruttu út frá aðventistahreyfingunni og stofnandi hennar hafði reiknað sig að árinu 1844. Þegar að Kristur kom ekki fljúgandi á skýjum himins, var dæmið endurreiknað og reglulega hafa verið að gefnar út ýmsar dagsetningar eftir það.
Trúarbrögð er yfirleitt notað yfir trúarhreyfingar sem hafa sinn eigin boðbera, eigin ritningar, eigin helgistaði, eigin trúarskyldur og eigin lagabálka. Orðið sértrúarflokkur oftast notað sem þýðing á orðinu sect sem er notað um trúarhópa sem aðskilja sig meginstofni trúarbragðanna og leggja aðra túlkun í kenningar þeirra. Þetta er ekki nein sér bahaiísk greining því stuðst er við hana almennt í ræðu og riti.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.4.2008 kl. 21:16
Svanur - "Orðið sértrúarflokkur oftast notað sem þýðing á orðinu sect sem er notað um trúarhópa sem aðskilja sig meginstofni trúarbragðanna og leggja aðra túlkun í kenningar þeirra."
Einmitt, þarna er nokkuð erfitt að skilgreina. Ef vel er að gáð, þá eru öll trúarbrögð sem við þekkjum í dag, sem hafa í upphafi skilið sig frá meginstofni annars anga eða stofns og verið mjög fámenn í byrjun.
Sem dæmi má nefna Lútherstrú sem klýfur sig frá Rómv-Kaþólskri trú. Frumkristnir kljúfa sig frá Gyðingdómi o.s.frv. Baháíar frá Islam, Islam frá Zaraþústra o.s.frv.
Svo allar tilraunir í þá átt að greina í sundur trúfélög og sértrúarhópa eru í raun út í hött. Mér þykir best að fylgja þeirri skilgreiningu að öll trúarbrögð séu einungis "trúarbrögð" eða "trúfélög".
Þannig gerir maður ekki upp á milli "hugmyndafræði-hópanna"
Sigurður Rósant, 30.4.2008 kl. 14:31
Já þetta kann að sýnast soldið flókið svona eins og tré sem hefur stofn, greinar og kvislinga. Trúarbrögðin eru megingreinarnar sem ganga frá stofninum og sértrúarflokkar kvistlingarnir út frá megingreinunum. Lúter er t.d. ekki trúarbragðastofnandi og hann notar sömu helgirit og rómv-kaþólskir. Gyðingar notast ekki við NT og Múslímar ekki við Bahai ritin. En gott og vel, hér skulum við bara notast við þína skilgreiningu. Þá vitum við báðir hvað meint er :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 18:56
Ég held að þú haldir að ég viti ekkert um hugmyndir frumkristninnar, en ég veit að þú heldur að ég veit.... Ég veit alveg nóg um hugmyndir frumkristinna manna um heimsendi. Og ég veit að heimsendir varð ekki árið 1844. Maður þarf að vera ansi blindaður af áróðri einhvers sértrúarsafnaðar til þess að geta gleypt því.
Hvernig þær voru í grunnatriðum er nú ekki beint á huldu: Mannssonurinn kæmi í skýjunum með engla sína að henda vonda fólkinu í helvíti og leyfa góða fólkinu að koma í veisluna í ríki hans. Endir veraldar. Þetta gerðist ekki árið 1844, svo mikið er víst.
Ah...skilningur manna á honum endurnýjaður. Þannig að allt þetta tal um að dæma lifendur og dauða var bara bull og vitleysa...skil.
Nei, ég nota bara orðið sértrúarsöfnuður af því að það fer ef til vill í taugarnar á Svani, vegna þess að það fer í taugarnar á mér þegar bahæar (sem mér líkar annars vel við, fyrir utan kannski líka kynjamisréttið hjá þeim) fara að snúa út úr trúarritum til þess að reyna að sannfæra fólk um að foringinn þeirra hafi verið guðlegur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.4.2008 kl. 20:29
Annars er ég sammála þessari greiningu á eðli trúfélaga. Auðvitað er málið flóknara, en þetta tel ég vera aðalatriðið.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.4.2008 kl. 20:31
Hjalti. Þú ferð með staðlausa stafi og viðurkennir að þú sért að reyna skaprauna fólki með því. Það er alveg ljóst af því sem þú skrifar að þú hefur ekki lesi neitt sem máli skiptir um trúarbrögð fyrr eða síðar. Þér er alls ókunnugt um mismunandi túlkun á orðinu "dómsdagur" eða um mismunandi hugmyndir manna um "heimsendi" en heldur til streitu einmitt því sem þú sakar mig um, þröngri túlkun nútíma sértrúarsafnaða sem hæfir örugglega þínu mentaliteti afar vel.
Taktu nú smá tíma og googlaðu Gnosta og dómsdagshugmyndir þeirra. Googlaðu svo Esena og sjáðu hvað dauðahafshandritin segja. Kíktu síðan eftir því sem Koptar kenna enn og hvernig messíasarkomunni er háttað meðal gyðinga. Allt eru þetta upplýsingar sem leika á lausu fyrir þann sem hefur áhuga á að kynna sér málin af alvöru, en er ekki að eyða tíma annarra með bulli og tilraunum til áreitis. Þegar þú ert búinn að þessu, skal ég gefa þér fleiri vísbendingar um hvar frekari fróðleik er að finna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 23:09
Svanur, ég skil ekki alveg hvers vegna þú telur hugmyndir essena eða gnosta skipta máli. Hvers vegna viltu ekki bara kíkja í Nýja testamentið? En essenar trúðu því að þeir myndu berjast með englum gegn vondum mönnum og vondum englum (og auðvitað sigra), gerðist það árið 1844? Gnostar trúðu því að öllu "hold" myndi verða eytt, gerðist það árið 1844?
Ég get lofað þér að þú finnur ekki eina hugmynd, að einhver maður myndi fæðast og að heimurinn myndi síðan bara halda áfram að ganga sinn gang. Heimurinn endaði ekki árið 1844. Reyndu nú að sætta þig við það.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2008 kl. 11:19
. . . tveir verða að blogga, og annar verður tekinn ! Þegar ég hætti að svara þér Rósant, veistu hvað hefur gerst
conwoy (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:31
Conwoy - Ef þú hættir að svara mér þá túlka ég orðið "heimsendir" á nýjan máta.
Heim-sendur og í fleirtölu Heim-sendir
Sigurður Rósant, 1.5.2008 kl. 18:52
He , he góður !
conwoy (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 20:10
Verð að benda á frábæra grein um það hversu lengi Jesús hefur eiginlega verið að skila sér, miðað við loforð um skjóta endurkomu. The Lowdown on God's Showdown
Sindri Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 05:12
Tímaskyn Jésú er nú ekki það sama og hjá stressuðum og æstum nútímamönnum .
Talaði hann ekki um að fagnaðarerindið yrði predikað öllum þjóðum fyrst ? Það er heldur betur auðvelt núna, með alla þessa net og gerfihnattatækni . Tæknilega séð, geta því allar þjóðir séð og heyrt fagnaðarerindið, og því hlýtur þessi spádómur að rætast innann skamms . Hlakkar ykkur ekki til
?
conwoy (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:11
Ah...auðvitað conwoy. Þegar Jesús sagði "sumir sem hér standa" og "þessi kynslóð", þá var hann í raun og veru að tala um fólk sem átti eftir að vera uppi eftir um það bil 2000 ár.
Og þegar höfundar annarra rita í Nt töluðu um að heimsendir væri í "nánd", að Jesús kæmi "bráðum" og að þeir lifðu á "síðustu tímum", þá voru þeir í raun og veru að segja að það væri 2000 ár í heimsendi.
Hmmm...hvað áttu við með þessu? Þýðir þetta að þú búist við því að spádómurinn muni rætast eftir 2000 ár? Þér finnst sú túlkun á orðum þínum ef til vill vera fjarstæðukennd, hvers vegna viltu ekki beita sömu mælistiku á rit Nýja testamentisins?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.5.2008 kl. 20:32
Hjalti Rúnar reit; "Ég get lofað þér að þú finnur ekki eina hugmynd, að einhver maður myndi fæðast og að heimurinn myndi síðan bara halda áfram að ganga sinn gang. Heimurinn endaði ekki árið 1844. Reyndu nú að sætta þig við það."
"Apocalypse (Gríska; Ἀ???ά????? Apokálypsis; "hulunni lyft"), orðtak sem notað er til að lýsa þegar eitthvað sem er birt ákveðnum aðilum sem hulið er meirihluta mannkyns. Í dag er orðatiltækið oft notað til í samhengi við "enda plánetunnar Jörð" sem er stytting á orðunum apokalupsis eschatonsem orðrétt þíðir "opinberun við enda aldar eða tímabils" ("revelation at the end of the æon, or age".)
Hér koma fáeinir spádómar úr GT sem sýna að ekki er um neinn "eiginlegan heimsendi" að ræða.
1Og það skal verða á hinum síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir streyma.
2Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: "Komið, förum upp á fjall Drottins og til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum." Því að frá Síon mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem.
3Og hann mun dæma meðal margra lýða og skera úr málum voldugra þjóða langt í burtu. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.
4Hver mun búa undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré og enginn hræða þá. Því að munnur Drottins allsherjar hefir talað það. 5Því að allar þjóðirnar ganga hver í nafni síns guðs, en vér göngum í nafni Drottins, Guðs vors, æ og ævinlega.
6Á þeim degi - segir Drottinn - vil ég saman safna því halta og smala saman því tvístraða og þeim er ég hefi tjón unnið, 7og ég vil gjöra hið halta að nýjum kynstofni og hið burtflæmda að voldugri þjóð. Og Drottinn sjálfur mun verða konungur yfir þeim á Síonfjalli héðan í frá og að eilífu. Míka 4.1-7.
13Ég horfði í nætursýnunum, og sjá, einhver kom í skýjum himins, sem mannssyni líktist. Hann kom þangað, er hinn aldraði var fyrir, og var leiddur fyrir hann. 14Og honum var gefið vald, heiður og ríki, svo að honum skyldu þjóna allir lýðir, þjóðir og tungur. Hans vald er eilíft vald, sem ekki skal undir lok líða, og ríki hans skal aldrei á grunn ganga. Daníel 7.13
6Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
7Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu.
Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma. Jes. 9.6-7
11Á þeim degi mun Drottinn útrétta hönd sína í annað sinn til þess að endurkaupa þær leifar fólks síns, sem eftir eru í Assýríu, Norður-Egyptalandi, Suður-Egyptalandi, Blálandi, Elam, Babýloníu, Hamat og á eyjum hafsins. 12Og hann mun reisa merki fyrir þjóðirnar, heimta saman hina brottreknu menn úr Ísrael og safna saman hinum tvístruðu konum úr Júda frá fjórum höfuðáttum heimsins. Jes. 11.11
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2008 kl. 15:28
Hjalti Rúnar reit; "Hvernig þær voru í grunnatriðum (dómsdagshugmyndir) er nú ekki beint á huldu: Mannssonurinn kæmi í skýjunum með engla sína að henda vonda fólkinu í helvíti og leyfa góða fólkinu að koma í veisluna í ríki hans. Endir veraldar."
Christians use a range of names for this concept of Jesus Christ's second coming or return, drawing on a range of Biblical images. According to the Catholic Encyclopedia article on General Judgment:
In the New Testament the second Parousia, or coming of Christ as Judge of the world, is an oft-repeated doctrine. The Saviour Himself not only foretells the event but graphically portrays its circumstances (Matthew 24:27 sqq. [Olivet discourse]; 25:31 sqq. [Judgment of the Nations]). The Apostles give a most prominent place to this doctrine in their preaching (Acts 10:42,17:31) and writings (Romans 2:5-16, 14:10; 1 Cor. 4:5; 2 Cor. 5:10; 2 Tim. 4:1; 2 Thess. 1:5; James 5:7).
Besides the name Parusia (parousia), or Advent (1 Cor. 15:23; 2 Thess. 2:1-9), the second coming is also called Epiphany, epiphaneia, or Appearance (2 Thess 2:8; 1 Tim. 6:14; 2 Tim. 4:1; Titus 2:13), and Apocalypse (apokalypsis), or Revelation (2 Thess. 2:7; 1 Peter 4:13). The time of the second coming is spoken of as "that Day" (2 Tim. 4:8), "the day of the Lord" (1 Thess. 5:2), "the day of Christ" (Philemon 1:6), "the day of the Son of Man" (Luke 17:30), "the last day" (John 6:39-40).
The phrase Second Coming is not used in the Bible. It comes from the life or incarnation of Jesus of Nazareth as being his first coming to earth. Some Christians refer to the Second Coming as the last coming because of scripture referring to him as being the "First and the Last," "The Beginning and End," "The Alpha to Omega."[1] and others do not define it by number, highlighting Christ's coming as an ongoing process.
The Parousia is the term used in the Bible, see Strong's G3952 for details, which includes the Thayer's Lexicon definition: "In the N.T. especially of the advent, i.e., the future, visible, return from heaven of Jesus, the Messiah, to raise the dead, hold the last judgment, and set up formally and gloriously the kingdom of God." According to the Bauer lexicon: "of Christ, and nearly always of his Messianic Advent in glory to judge the world at the end of this age."
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2008 kl. 15:52
Þetta er hárrétt hjá þér Huldukona, það er sagt í Biblíunni að engin viti nákvæmlega komutímann. Ef ekkert hefði gerst 1844 væri þetta markleysa. En eitthvað gerðist. Við þurfum ekki að geta okkur til um hlutina lengur. Spádómarnir rættust.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 02:14
Svanur, þú þarft að koma aðeins meira skipulagi á þessar athugasemdir þínar. T.d. hef ég ekki hugmynd um það hvað þú heldur að þessi vers sem þú kemur með eigi að sanna eitthvað. Eiga einhver vers sem þú finnur í Gt (sem segja auðvitað ekkert um endurkomu Jesú) að "trompa" það sem Nt segir um endurkomuna?
Síðan hef ég ekki hugmynd um hvað þú heldur að þetta koppí-peist úr Wikipedia eigi að sýna fram á (svo áttu að vita það að maður á að geta heimilda).
En það sem Nt segir að eigi að gerast við endurkomu Jesú gerðist ekki árið 1844. Hvar sérðu í Nt eitthvað sem passar við þann ómerkilega atburð sem þú vilt meina að sé endurkoma Jesú?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.5.2008 kl. 20:46
Samhengið er augljóst Hjalti; Koppí-peist úr Wikipedia og tilvitnanirnar í Biblíunni er auðveld leið til hrekja endanlega það sem þú segir hér "Ég get lofað þér að þú finnur ekki eina hugmynd, að einhver maður myndi fæðast og að heimurinn myndi síðan bara halda áfram að ganga sinn gang."Tilvitnanirnar sýna einmitt að maður átti að fæðast og grundvalla Guðsríkið o.s.f.r. Ekki bókstaflegur heimsendir.
Enski textinn sem ég vona að þú skiljir er til að sýna svart á hvítu að fullyrðing þín "Hvernig þær voru í grunnatriðum (dómsdagshugmyndir) er nú ekki beint á huldu: Mannssonurinn kæmi í skýjunum með engla sína að henda vonda fólkinu í helvíti og leyfa góða fólkinu að koma í veisluna í ríki hans. Endir veraldar.",stenst ekki heldur. Hugmyndirnar voru þvert á móti mjög mismunandi.
Vísbendingar um tímasetninguna í NT eru fáar og torræðar. Ég skal taka þær saman fyrir þig og pósta hér seinna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 22:19
Ef frumkristnir hefðu haft algjörlega bókstaflegan skilning á Biblíu ritunum þá hefðu þeir ekki geta samþykkt Krist þar sem hann uppfyllir flesta spádóma gamla testamentisins á táknrænan hátt.
Svo þarf maður að geta gert sér grein fyrir því að sama hvaða túlkanir menn koma sér upp þá er það aðeins einn sem getur túlkað ritningarnar með fullvissu og það er boðberinn sjálfur. Kristur kemur margoft að þessu sjálfur í Biblíunni enda bókstafsskilningur gyðinga andstæður því sem hann var að segja.
Hjalti - ég man þegar við gátum rætt um trú á mjög notalegum nótum án þess að leggjast í það að kalla hvern annann heimskan eða nota annað slíkt málsnið. Hvað kom fyrir?
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:46
Sæll Jakob - "Ef frumkristnir hefðu haft algjörlega bókstaflegan skilning á Biblíu ritunum þá hefðu þeir ekki geta samþykkt Krist þar sem hann uppfyllir flesta spádóma gamla testamentisins á táknrænan hátt."
Talsverður hluti þeirra sem gerðust kristnir voru svokallaðir heiðingjar. Þeir höfðu trúlega litla þekkingu á innihaldi "bókrolla" Gyðinga.
Eins og ég varð vitni að fyrir u.þ.b. 38 árum, þegar Svanur var að kynnast Baháítrú, þá voru ungir menn ekki svo mikið kunnugir innihaldi Biblíunnar. Ég var einn af þeim fáu sem höfðu fengið að kynnast innihaldi Biblíunnar. Baháíar voru mjög illa að sér í þeim efnum.
Sigurður Rósant, 14.5.2008 kl. 21:30
Baháíar voru mjög illa að sér í þeim efnum.
Ok... Whatever you say :P
Hvort meirihluti hafi verið heiðingjar eða ekki breytir ekki því að Jesús kom til gyðinganna og með þann grundvallarboðskap að spádómarnir hefðu ræst táknrænt en ekki bókstaflega.
. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:17
Jakob - "með þann grundvallarboðskap að spádómarnir hefðu ræst táknrænt en ekki bókstaflega."
Jesús var aldrei með það sem sérstakan boðskap að spádómarnir hefðu ræst táknrænt en ekki bókstaflega. Hvar hefurðu rekist á þau orð höfð eftir honum? Eða þá meiningu?
Þú ert kannski að tala um fylgjendur Jesú eða ritara guðspjallanna og annarra rita NT?
Sigurður Rósant, 15.5.2008 kl. 19:31
Gyðingarnir bjuggust við konungi sem myndi koma með járnstaf og frelsa þá undan oki rómverja. Jesús var fátækur smiðssonur sem svaf úti. Fyrir kristna þá sem nú er engin önnur leið en að skilja þetta á þann veg að hann hafi uppfyllt þessa spádóma með táknrænum hætti.
. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 15:13
Get líklega komið með fleiri dæmi en held þetta nægi í bili.
. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 15:14
Og nú hopparðu yfir í það að Gyðingar hafi haldið þessu fram, þ.e. verið "með þann grundvallarboðskap að spádómarnir hefðu ræst táknrænt en ekki bókstaflega."
Gefðu þér betri tíma til að svara, Jakob. Ég held að þú hafir aldrei lagt þig alvarlega fram við það að skilja boðskap kristinna manna, eða einstakra kristinna trúfélaga.
Því miður þá virka svör þín eins og hvert annað Baháí - bull, ef svo dónalega má að orði komast?
Sigurður Rósant, 16.5.2008 kl. 19:21
Jah máske mættir þú lesa kommentið mitt betur. Hvergi segi ég að þeir hafi haft þá skoðun að spádómarnir ættu að rætast táknrænt þvert á móti bendi ég á að þeir voru að bíða eftir bókstaflegri uppfyllingu þess að messías kæmi sem konungur með - raunverulegan járnstaf - úr ókunnum stað - til að m.a. frelsa þá bókstaflega undan oki rómverja.
Mér finnst yfirleitt gaman að ræða um trúmál og reyna að læra eitthvað nýtt af þeim sem ég er að ræða við en ég hef enga sérstaka þörf fyrir því að láta gera lítið úr skoðunum mínum né úr mér enda reyni ég að gera ekki slíkt hið sama við þá sem ég er að ræða hversu ósammála þeim sem ég kann að vera. Þú mátt auðvitað koma þér að orði eins og þú vilt en ég þarf ekkert að sitja undir því. (ef við höldum áfram með fyrri umræðu þá er þetta ad hominem rökvilla sem er afar leiðinleg í samræðum og hefur ekkert með málefnið að gera)
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 00:59
Alveg merkilegt að fólk geti endalaust þráttað um þennan Jesú, sem eftir öllum sólarmerkjum var aldrei til. Hann er skáldskapur fra grunni og upprisa hans er fengin að láni frá upprisu Júlíuasar Sesar löngu áður, þar sem hann steig einmitt til himna og settist til hægri handar við hásæti drottins. Ég bið fólk annars um að grúsaka smá um þetta. Það er engin leið að tilvist þessa manns sé sönn, ef talað er um undur þau er hann á að hafa gert og upplifað. Raunar er engin ábyggileg söguleg tilvitnun í þennan mannóg líf hans utan guðspjöll þau, sem enginn veit hver ritaði. Hverni þessi merki maður með öll sín teikn, fór framhjá öllum sagnariturum samtímans. Ekki tína til Josephus. Það er löngu búið að hrekja þær augljósu og þokukenndu viðbætur og líklegast að kirkjufaðirinn Eusebius hafi gert það sjálfur. Kíkið á þessa síðu til að byrja með. Hún er léttmelt eins og tímarit. Farið svo yfir í fræðilegra efni. Kíkið jafnvel á fyrirlestra Bart Ehrman um uppruna þessara rita. Jesú var aldrei til! Eru menn ekki að ná þessu?
Sigurður. Það er gott að eiga svona mann eins og þig að. Það veitir ekki af fleirum af þínu kalíberi til að vefja ofan af þessum þykistuleik. Það eru 2000 ár síðan hann hætti að vera fyndinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2008 kl. 22:40
Þettameð spádómana er eitt af skemmtilegustu uppfyndningum trúarbragðanna gyðinglegu. Þar er ávallt spurningin hvort kom á undan hænan eða eggið. Þarna eru spádómar af ýmsu tagi, sem menn lögðu sig í líma við að uppfylla og m.a. téður Jesú. Menn horfðu á gamla texta og hegðuðu sér svo eftir þeim til að sýna fram á að þeir rættust. Allir vissu þeir af spádómunum, sem þeir voru að uppfylla. Ef spáð væri að á morgun yrði upphlaup á austurvelli, þá myndi ég geta farið og brotið rúður og gert usla til að uppfylla spádóminn. Þeir eru nú ekki stórslegnari en svo og ekki að undra að ekkert hafi sést til stærri teikna.
Annars eru spádómar, sem ekki byggja á líkindareikningi alger blekking og þvæla. Akkúrat enginn tilgangur er með slíkum spádómum, nema að vera skyldi að hræða og temja auðtrúa fólk. Ef einhver spáði því að ákveðin flugvél myndi farast í næstu viku og menn tækju mark á slíku, þá yrði flugvélin kyrrsett til að koma í veg fyrir slysið. Síðan væri þá ekki nokkur leið að sjá hvort slysið hefði virkilega orðið eftir að hamfaradeginum lýkur. Spámenn passa sig hinsvegar á að vera nógu þvoglumæltir með ákveðnar dagsetningar og staði. Það gefur þeim meira svigrúm. Hvað svo ef spádómur uppfylltist óumræðnlega? Þá er það orðið sem sagt var og hefði orðið hvort sem var, því ekki varð spádómurinn valdur að hendingum í sjálfu sér (nema í því sem ég nefndi að menn uppfylltu hann viljandi) Hver er þá tilgangurinn? Er hann spámanninum til upphefðar? Var hann til varnaðar til að koma í veg fyrir eitthvað eins og í dæminu fyrir ofan? Var hann til að sýna hve almættið er ofboðslega klárt að geta séð fyrir hluti, sem það hefur í hendi sér að valda sjálft?
Er til eitthvað botnlausara og rakalausara kjaftæði en spádómar? Hefur fólk almennt hugsað út í hvað þeir eiga að fyrirstilla og hve lúsómerkileg hjátrú þetta er?
Ég sá ekki hvort komiið var fram að gyðingar hafan alfarið að Jesú þessi hafi verið messías og bíða enn. Þetta er jú grundað í þeirra trú, svo við ættum að taka eitthvað mark á þeim. Kristin trú er 99% copy paste úr Tórunni og það er Kóraninn líka. Þetta er allt sami grautur í sömu skál fyrir utan þessa 80 daga, í lífi þjóðsagnapersónunnar Jesú, sem er svo ítarlega skráð að jafnvel náðu menn að skrá niður hugsanir hans og einveru í 40 daga í eyðimörkinni í glímu við freistarann sjálfann. Meira anecdodal verður það varla. Í nefndri upprisu, sáu menn svo Krist Elía og Móses, þótt hinir síðarnefndu draugar hefðu ekki að séð verði sagt til nafns.
Ó hvað ég gæti ausið lengi. Það les það bara varla nokkur maður.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2008 kl. 23:16
Svanur segir það fáfræði að kalla Bháa sértrúarsöfnuð?? Hvað er hann þá?
Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2008 kl. 23:35
Þessi títtnefndi Jesús, hvort sem hann var til eins og honum er lýst eða að hluta til, eða ekki, þá er "hann" til í kollinum á mörgum sem vilja stjórnast af "honum", sem fyrirmynd.
Fyrirmyndin er eins og við þekkjum Jón, allt það blíða og góða sem börn og konur óska sér í fari okkar karlfauskanna.
Þegar við erum kaldir, hryssingslegir og fráhrindandi, leita börnin og konurnar á náðir Jesú.
Allt sem við gerum til þess að benda börnum og konum á að Jesús var bara maður, eða bara ekki til, er túlkað sem sending frá hinu illa. Við erum því útsendarar Djöfulsins til að tefja fólk við Biblíulestur og iðkun sinnar trúar.
Við þurfum reyndar ekkert að vera að þessu. Mannkynið fer brátt að festa rætur á tunglinu og reikistjörnunni Mars. Það kemur til með að rugla lesendur Biblíunnar og hún verður ekki talin merkileg þegar við förum á búa á mörgum reikistjörnum. Þá verður t.d. að breyta Faðir vorinu.... Svo á jörðu (jörðum) sem (á himni) í geimnum....
En ég lít helst á mitt hlutverk hérna sem tækifæri til að þrátta við trúaða um trúarhugmyndir þeirra og kannski með því koma í veg fyrir að þeir nái að nota þennan miðil sem trúboðsstöð. Enda kvarta þeir sáran.
Höldum áfram eins og okkur lystir.
Með trúfrjálsri kveðju.
Sigurður Rósant, 26.5.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.