Jósef og Nikódemus reistu Jesú úr dauðadái

Michael Baigent leiðir að því líkum í bók sinni "The Jesus Papers" að Jósef nokkur frá Arímaþeu og Nikódemus hafi reist Jesús úr dauðadái eftir krossfestinguna. Hann bendir m.a. á eftirfarandi atriði því til stuðnings:

  • Ópíum og fleiri efni voru geymd í njarðarvetti ætluð til deyfingar fyrir skurðaðgerð og bleytt í Jesús tekinn niður af krossinumvatni til að virkja efnin rétt fyrir notkun. Það hafi verið í njarðavettinum en ekki edik eins og fullyrt er í sumum guðspjöllum.
  • Með því að bera njarðarvöttinn sbr. Jóh 20:29-30 að nefi og munni viðkomandi olli það bráðu meðvitundarleysi.
  • Þegar Jesús var stunginn í síðuna eftir að hann var tekinn niður af krossinum, vall út blóð, sem bendir til þess að hann hafi verið með lífsmarki. Blóð vellur ekki úr látnum manni, því hjartað er þá hætt að slá.
  • Þegar Jesús missir meðvitund hrökkva hans nánustu frá og standa álengdar þegar Jesús er tekinn niður og fluttur í gröfina sbr. Lúk 23:49 "Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá. En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta."
  • Hann var tekinn í skyndi niður af krossinum, lagður í einkagröf ríks manns sem ekki hafði verið notuð áður í námunda við aftökustaðinn, sbr. Lúk 23:50-53 og Jóh 20:41-42
  • Jósef og Nikódemus hjúkruðu Jesú strax um nóttina sbr. Jóh 20:39 "Þar kom líka Nikódemus, er fyrrum hafði komið til hans um nótt, og hafði með sér blöndu af myrru og alóe, nær hundrað pundum."
  • Gröf Jesú hefur að öllum líkindum verið í Kidron dal þar sem enn þann dag í dag má sjá fjölda hellisskúta skorna inn í klettana í námunda við Getsemane garðinn sem líklega hefur einnig verið í einkaeigu.

Ópíum, belladonna og hass voru m.a. notuð saman til deyfingar á þessum tímum. Þær líkamlegu kvalir sem fylgja neglfestingu geta haft í för með sér lost sem síðan getur leitt til dauða eins og við flest þekkjum. Deyfingin sem Jesús fékk úr njarðavettinum hefur greinilega nægt til þess að deyfa sársaukann um muna og komið í veg fyrir lost um leið og Jesús missti meðvitund.

Það er athyglisvert að nánustu vinir og ættingjar Jesú voru ekki næst Jesú er hann missti meðvitund á krossinum og áttu þess vegna erfitt með að greina nákvæmlega frá því sem gerðist eftir það. Þeir "stóðu álengdar og horfðu á þetta" segir orðrétt.

Jósef sem var lærisveinn og vinur Jesú á laun af ótta við Gyðinga, en trúlega vel að sér í fræðum Austurlandabúa hvað varðar stjörnuspeki, náttúrulækningar og lífsspeki. Hann var greinilega vel metinn af Pílatusi sem treystir honum alveg fyrir ástandi Jesú

Myrra og alóe, blandað saman, var ekki notað til að smyrja lík eins og margir kristnir menn vilja meina. Myrra var notuð m.a. til að stöðva blæðingar. Alóe var ætlað sem mýkjandi og græðandi, bæði útvortis og innvortis.

María, vinkona Jesú, hefur síðan verið ein af þeim fyrstu sem sáu Jesú í sárum sínum og viðkvæman fyrir snertingu og faðmlögum.

Jóh. 21:17   "Jesús segir við hana: "Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: ,Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar."

Jesús hittir síðan lærisveinana strax fyrsta dag vikunnar og svo aftur viku seinna þar sem Tómas var viðstaddur og skoðaði sár Jesú skv. Jóh 21:19-27  Fyrsti dagur vikunnar, sunnudagur, var síðan tekinn upp sem helgidagur kristinna til aðgreiningar sið Gyðinga sem héldu síðasta dag vikunnar, laugardag, heilagan.

Seinna fer hann svo lengra norður, eða til Galíleu þar sem hann hittir postulana, borðar steiktan fisk eins og við þekkjum, kemur svo aftur til Jerúsalem og hverfur algjörlega úr guðspjöllunum sem slíkur við Olíufjallið í Betaníu 40 dögum eftir páska.

Hvað um hann verður eftir það, er mönnum enn þann dag í dag, ágiskunarefni. Eitt er víst að honum hefur ekki verið vært í Ísrael eftir þennan atburð. Sumir halda því fram að hann hafi sest að í Kúmran hjá Essenum, aðrir halda því fram að hann hafi flúið til Egyptalands og dvalið þar til æviloka, trúlega nálægt Nag Hammadí þar sem Gnostisku handritin fundust 1945.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst Baigent hafa mikla trú á áreiðanleika guðspjallanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, í bók sinni bls. 123 segir hann m.a. "Certainly the New Testament is bad history. This is impossible to deny. The texts are inconsitstent, incomplete, garbled, and biased."

Geturðu haft eitthvað eftir honum sem segir alveg hið gagnstæða, Hjalti?

Sigurður Rósant, 23.3.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hann virðist telja að mörg smáatriði í frásögnum guðspjallanna af dauða og greftrun Jesú vera rétt, atriði sem ég tel vera augljósan skáldskap.

Sem dæmi má nefna talið um að Jósef og Níkódemus hafi veitt Jesú konunglega útför. Ég held að þar sé um að ræða klárlega fegrun á eldri sögum.

Ég er alveg opinn fyrir þeim möguleika að það hafi verið til útgáfa af þessari sögu þar sem Jesús lifir af, en að það hafi í raun og veru gerst (sérstaklega þegar það er byggt á frekar bjartsýnu viðhorfi til áreiðanleika guðspjallanna) finnst mér mjög fjarstæðukennt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Mér virðist Mr. Baigent vera jafn trúlaus og ég og þú. Enginn trúaður maður myndi leggja fram slíkar túlkanir sem Baigent gerir og ögra þannig helstu kenningu kirkjunnar manna um fórnina á krossinum.

Hann vill hins vegar benda á krossfestingu Jesú sem pólitíska aðgerð fremur en trúarlega. Í stað þess að sópa umræðunni alveg af borðinu með því að fullyrða að Jesús hafi ekki verið til og að flest atriði sagnanna um Jesú sé skáldskapur, þá má líka halda umræðunni áfram með því að túlka atburðarásina á þann hátt sem Baigent gerir.

Hin aðferðin að segja þetta allt saman skáldskap, lokar á frekari umræður.

Sigurður Rósant, 25.3.2009 kl. 21:55

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigurður, ég er ekki að halda því fram að hann sé trúmaður.

Síðan skil ég ekki hvað þú átt við með því að það sem ég myndi segja að væri raunsæ nálgun á textann loki á frekari umræður. Hvað áttu við?

Ræðir Baigent eitthvað áreiðanleika guðspjallanna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.3.2009 kl. 23:34

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Má vera að við skiljum ekki hvorn annan og að við eða ég misskilji Mr. Baigent.

En það sem ég átti nú við er sú viðleitni sumra trúleysingja að halda því stíft fram að allar frásagnir af lífi og dauða Jesú séu fengnar úr eldri sögum og séu þar af leiðandi skáldskapur. Að halda þessu fram (þó að geti verið satt) lokar á frekari umræður við þá trúuðu. 

Ég vísa hérna í kenningar Thomasar Gordons nokkurs sem hefur mótað ýmsar kenningar um hvernig leysa megi deilumál uppalenda við börn t.d. Sömu aðferðir má nota í deilum um trúarkenningar og túlkanir.

Baigent ræðir ekki um áreiðanleika guðspjallanna sem heild. Hann nefnir bara að texti geti verið fenginn annars staðar frá, sé seinni tíma viðbót eða sé ekki samhljóma texta annars eða annarra.

Hann tæpir líka á því sem hann telur rangar þýðingar. Eins og t.d. þegar Jesús er handtekinn, er Jesús látinn segja 'eins og ræningja' en Baigent segir að gríska orðið sé 'lesten' sem sé eintöluorð af 'lestai' , sem þýðir Zelóti. Sbr. Matt 25:55 Með þessu hafi kirkjunnar menn viljað forðast að skoða Jesú í pólitísku samhengi, en Zelótar voru öfgamenn sem ögruðu bæði Gyðingum og Rómverskri yfirstjórn. Hvöttu menn t.d. til að borga ekki skatta.

Sigurður Rósant, 26.3.2009 kl. 21:31

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigurður, ég er ekki að tala um að allar frásagnirnar séu fengnar úr eldri sögum, heldur einungis að benda á að guðspjöllin séu ekki áreiðanlegar heimildir sem hægt sé að nálgast eins og upptökur af atburðunum (eins og mér finnst Baigent gera).

Ef þú átt við að það sé stundum gagnlegt að gefa sér eitthvað af forsendum trúaðra til þess að sýna fram á að jafnvel þó að maður geri það, þá sé skoðun þeirra samt röng (í þessu tilfelli að upprisan sé jafnvel ólíklegri þó svo að margt í guðspjöllunum sé álitið satt), þá get ég alveg fallist á það. Ertu sem sagt að benda á þessa tilgátu (að Jesús hafi ekki dáið í raun og veru) með það í huga?

Svo held ég að lestes þýði ræningi, en vissulega voru uppreisnarmenn kallaðir það, held að Jósefus noti það orð. Þannig að þetta er rétt þýðing.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.3.2009 kl. 04:31

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Getur verið að það sé rétt athugað hjá þér. Skoða hann með þetta í huga við næstu yfirferð.

Já, ég hélt að það lægi í augum uppi að ég væri að gefa í skyn að Jesús hefði aldrei dáið einhverjum fyrirfram-ákveðnum dauða til að frelsa þá sem velja að taka trú.

Ef rétt þýðing á 'lesten' er -ræningi- en ekki Zelóti eins og Baigent staðhæfir, þá er Baigent að fara með rangt mál. Það er nú ekki gott, af hverju sem það stafar.

Sigurður Rósant, 31.3.2009 kl. 15:21

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, ég hélt að það lægi í augum uppi að ég væri að gefa í skyn að Jesús hefði aldrei dáið...

En ertu að halda því fram að það sé líklega það sem gerðist, en einungis ef við samþykkjum þá fullyrðingu trúaðra að guðspjöllin séu ótrúlega áreiðanleg?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2009 kl. 16:35

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég lít á það sem möguleika sem er trúlegri en sú túlkun að Jesús hafi dáið á krossinum og síðan risið upp frá dauðum eins og fyrir kraftaverk.

Um hvað gerðist í raun og veru veit enginn. Allt eru þetta tilgátur út frá misvísandi heimildum.

Fullyrðing trúaðra um 'að guðspjöllin séu ótrúlega áreiðanleg' er of óljós til þess að hægt sé að blanda henni inn í þessa færslu.

Sigurður Rósant, 2.4.2009 kl. 13:19

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt í lagi. Ég er sammála því að þetta er trúlegri útskýring en upprisa.

Fullyrðing trúaðra um 'að guðspjöllin séu ótrúlega áreiðanleg' er of óljós til þess að hægt sé að blanda henni inn í þessa færslu.

Hugmyndir þessa Baigents virðast byggja á því að guðspjöllin séu alveg ótrúlega áreiðanlegar, t.d. þegar kemur að greftrun Jesú og atburði sem tengjast aftöku hans.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.4.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband