Danskir múslimar skrópa á föstudagsbæn

Danskir múslimar hafa mjög afslappað viðhorf til mætinga á föstudagsbæn í moskum landsins. Minna en 10% þeirra 200 þúsund múslima sem búa í Danmörku mæta við föstudagsbæn ef marka má niðurstöður kannana Lene Kühle trúfélagsfræðings með ph.d. gráðu og adjúnkt við Háskólann í Árósum.Lene Kühle

Flestir múslimar hafa svipað viðhorf til moskunnar og kristnir hafa til kirkjunnar að mati Lene Kühle. Það er ágætt að hún er þarna, en við notum hana ekki.

Í dag, 21. ágúst 2008, byrjaði föstuhátíð muslima, Ramadan, sem stendur til 18. september, eða í heila 30 daga. Muslimar neita sér þá um mat, drykk, reykingar og kynlíf frá sólaruppkomu til sólarlags. Margir þeirra eru í vinnu, þurfa því að vakna um miðja nótt, biðja, þvo sér og nærast, áður en haldið er til vinnu. 

Hér á norðurhveli jarðar, verður tíminn æ lengri næstu árin sem múslimar verða að þrauka án vatns, matar, nikótíns og kynlífs, því Ramadan færist fram um 10 daga á ári hverju og nóttin værður æ styttri eftir því sem nær dregur miðju sumri.

Hætt er við að muslimar sem reyna að þrauka næstu árin við vinnu í Ramadan mánuði, falli um vegna vatns- og næringarskorts. Hér á vinnustað mínum hef ég þó orðið var við að þeir nærast sumir hverjir, því án matar missa þeir lappirnar undan sér, eins og einn orðaði það.

Það eru þó margir kostir við þessa sjálfspyntingu, t.d. að menn tapa nokkrum kílóum, hætta að reykja í mánuð og hugsa um að matur er ekki sjálfsagður hlutur sem margir fara á mis við í Afríku, Asíu og öðrum vanþróuðum löndum.

Moskvur í DanmörkuVerst þykir mér þó að vita að börn múslima byrja fljótlega að apa eftir foreldrum sínum og byrja að fasta í skólunum jafnvel frá 7 ára aldri. Hvorki foreldrar né kennarar geta þarna gripið inn í og bannað barninu þetta, því það er í andstöðu við stjórnarskrá landsins.

Nú standa yfir deilur á þingi Dana um hvort banna eigi búrkur, en sumir telja þær merki um kúgun kvenna og þess vegna beri að banna þær. Konur sem bera búrkur eða annan klæðnað sem hylur mestan hluta líkamans telja þó sumar að þær geri það af fúsum og frjálsum vilja, finnist þær loksins vera þær sjálfar og svo sé þetta eins konar trúartákn. Aðrar telja að þetta sé ekki trúartákn, heldur samfélagshefð sem þeim finnst virðingarverð og falleg.

Lene Kühle lét frá sér fara bókina Moskur í Danmörku - Islam og bænastaðir múslima árið 2006 og fjallar hún nánar um þessi mál og önnur tengdu samfélögum múslima.

Mér segir svo hugur, að múslimar sem vinna t.d. í Danmörku og áþekkum Vestrænum löndum, að þeir kunni æ betur að meta okkar samfélagsháttu sem byggist fyrst og fremst á þingbundnu lýðræði. Þeir hafa áhyggjur af ættingjum sínum sem búa í stríðshrjáðum löndum er stjórnast fyrst og fremst af klerkaveldi múslima og endalausum mannvígum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Ekki hægt að segja annað en; Frábært!

Greinilegt að trúarástundun og trúaráhugi dalar ef trúarbrögðin njóta ekki aðhalds frá ríkinu.  Ef það er engin til að segja fólkinu hvað það eigi að hugsa og haga sér þá myndast rými fyrir skynsemi og sjálfstæða hugsun.

Arnar, 22.8.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, Arnar. Þetta eru frábærar fréttir. Ef við veitum trúarbrögðum aðhald, bönnum þeim að innræta börnum sínum óheilbrigðar venjur og viðhorf, þá skapast enn meira rými fyrir skynsemi og frjálsa hugsun.

Það er vægast sagt sláandi að sjá börn trúaðra, apa eftir foreldrum sínum alls kyns bænavenjur, klæðaburð og neysluvenjur sem gera þau annarleg í augum jafnaldra sinna.

Sigurður Rósant, 23.8.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband