Kaþólskir biskupar og prestar mega ljúga fyrir dómstólum.

Þessi staðhæfing kemur fram í heimildarmynd um mál fórnarlambs kaþólska prestsins Dennis Gray, frá Toledo í Ohio fylki. Heimildarmynd þessi, Twist-of-Faith, greinir frá tilraun Tony Comes sem 20 árum áður varð fyrir kynferðislegri misnotkun af völdum prestsins.

Í myndinni er sýnd upptaka af yfirheyrslu á prestinum, þar sem honum er leiðbeint af lögfræðingi biskupsdæmisins (diocese), hvenær hann á að neita að svara spurningum.

Lögfræðingur fórnarlambsins, Tony Comes, leiðir honum fyrir sjónir hversu vonlaust sé að höfða mál á hendur presti eða biskupsdæmi þar sem of langt sé liðið frá atburðunum.

Að auki sé ákvæði í svokölluðum canon laws, sem er safn reglna sem kaþólska kirkjan fer eftir, þar sem prestum er heimilt að ljúga í þágu kirkjunnar til að forða henni frá vandræðum.

Staðsetning tilvitnana í mynd: 1:05:13

"So, the diocese has filed the motion to dismiss. They are saying basically - even if you have a good case, you brougt it way to late - because the statue of limitations restricts your right to file unless you do it within a certain numbers of years. So at this stage, they're going to take advantage of every single delay. And that can turn a two-year lawsuit into a eight-year lawsuit."

- "I think if they were  truly concerned about helping  the victims, they would say, "Let's focus on what really happened, and look at the merits and what we should be doing," but they're not inclined to do that."

Now, the next thing is something called canon law, which is the book of rules that the Catholic church lives by. Under canon law priests are authorized to lie if it is in the interest of the church, to protect the church from scandals. - It's called "mental reservation".

- "Strict mental reservation", means that you can not answer a question, you can lie in your answer in order to protect the interests of the church. And, I think that's probably something that most people don't realize.

Mér sem grúskara í trúarbrögðum og kenningum trúsafnaða kemur það svo sem ekki á óvart að prestum og forstöðumönnum safnaða sé tamt að ljúga, en að það væri til skjalfest og að prestum væri uppálagt að gera slíkt undir nefndum kringumstæðum, það kemur mér á óvart.

Ég hélt í sakleysi mínu að biskupsdæmi legði ekki lögbrjótum lið, en hér er greinilega sterk vísbending um slíkt ef ekki sönnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir prestar vitað að þeir eru að ljúga þegar þeir tala um guð og Sússa, það er ekki hægt fyrir heilbrigðan mann að fara í gegnum guðfræðið án þess að fatta að þetta eru allt lygar.
Það vita allir sem vilja að kirkjan er það sem er mikilvægast, ekkert má skyggja á hana.. páfi sjálfur setti fram tilskipun með að ljúga og ógna til að vernda kirkjuna og kuflana.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, það er rétt sem þú segir um flesta presta. Flestir prestar sem hafa fengið embætti sem ævistarf, verða fljótlega trúleysingjar eins og ég og þú DoctorE.

Fyrir 30 - 40 árum sá ég smá fréttaklausu í MBL eða Vísi, að stór hluti danskra presta tryðu ekki á tilvist guðs, djöfla, himnaríki né helvíti. Svona kannanir á viðhorfum presta er ekki lengur hleypt í loftið, enda geta þær stórskaðað efnahag margra safnaða og hrun kirkjunnar yrði of hratt.

Sigurður Rósant, 12.11.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband