27.11.2009 | 21:58
Tvennar misvísandi sögur af Abraham, konum og sonum.
Sú saga sem við teljum að orðið hafi til fyrr, segir eftirfarandi: 1. Mós 22. kafli.
Hann sagði: "Tak þú einkason þinn, sem þú elskar, hann Ísak, og far þú til Móríalands og fórna honum þar að brennifórn á einu af fjöllunum, sem ég mun segja þér til."
Abraham var árla á fótum næsta morgun og lagði á asna sinn, og tók með sér tvo sveina sína og Ísak son sinn. Og hann klauf viðinn til brennifórnarinnar, tók sig upp og hélt af stað, þangað sem Guð sagði honum.
Á þriðja degi hóf Abraham upp augu sín og sá staðinn álengdar.
Hér er talað um einkason Abrahams, hann Ísak. En samkvæmt frásögninni í heild var Ísmael fyrri sonur Abrahams og hinnar egypsku ambáttar Hagar, sem fengin var til að ala honum son þar sem Sara var óbyrja. Ísak gat þá varla verið einkasonur Abrahams, heldur yngri sonurinn sem fæddist er Abraham var um 100 ára gamall, en sá eldri (Ísmael) þegar Abraham var 86 ára gamall.
Takið eftir að ferðin til Móríalands tók um 3 daga ásamt asna og tveimur fylgdarsveinum. Eigum við að giska á að vegalengdin hafi verið um 150 km?
En seinni sagan sem rekja má til frásagnar í Kóraninum er á þessa leið: Skv. Wikipediu
As Ibrahim made ready to return to the land of Canaan, Hajar asked him, "Who ordered you to leave us here"? When Ibrahim replied: "Allah"(God), Hajar said, "then Allah will not forget us; you can go". Although Ibrahim had left a large quantity of food and water with Hajar and Ismael, the supplies quickly ran out and within a few days the two were suffering from hunger and dehydration.
According to the story, a desperate Hajar ran up and down between two hills called Safa and Marwa seven times, trying to find water. Finally she collapsed beside her baby Ismael and prayed to Allah for deliverance. Ismael struck his foot on the ground, and this caused a spring of water to gush forth from the earth. Other accounts have the angel Jibral (Gabriel) striking the earth and starting a spring to flow. With this secure water supply, they were not only able to provide for their own needs, but were also able to trade water with passing nomads for food and supplies. When the Prophet Ibrahim returned from Canaan to check on his family, he was amazed to see them running a profitable well.
The Prophet Ibrahim was told by God to build a shrine dedicated to him adjacent to Hajar's well (the Zamzam Well). Ibrahim and Ismael constructed a small stone structure-the Kaaba--which was to be the gathering place for all who wished to strengthen their faith in Allah. As the years passed, Ismael was blessed with Prophethood and he gave the nomads of the desert his message of surrender to Allah. After many centuries, Mecca became a thriving city and a major center for trade, thanks to its reliable water source, the well of Zamzam.
Hér erum við stödd í Mekka sem er um 1.200 km suð- suð- austur af Kananslandi og varla hefur asni gengið þetta á 3 dögum, eða um 400 km á dag?
En hér er einkasonurinn ekki lengur Ísak eins og gefið er í skyn í 1. Mós 22. kafla, heldur Ísmael. Það kemur líka skírt fram að hann er baby, eða smábarn eins og ég skil orðið.
En eitthvað er nú bogið við þessa aldursgreiningu því í 1. Mós 21. kafla segir:
Sveinninn óx og var vaninn af brjósti, og Abraham gjörði mikla veislu þann dag, sem Ísak var tekinn af brjósti.
En Sara sá son Hagar hinnar egypsku, er hún hafði fætt Abraham, að leik með Ísak, syni hennar.
Þá sagði hún við Abraham: "Rek þú burt ambátt þessa og son hennar, því að ekki skal sonur þessarar ambáttar taka arf með syni mínum, með Ísak."
Þarna er Ísak, seinni sonurinn tekinn af brjósti, kannski 1 - 2ja ára gamall og byrjaður að leika við eldri bróður sinn sem er þá orðinn 15 - 16 ára gamall (en samt baby). Og það er einmitt þarna sem Sara uppgötvar að ambáttarsonurinn er frumburður Abrahams og á réttborinn erfingi gamla mannsins. Sara krefst þess að Hagar og Ísmael verði tafarlaust rekin úr þessu annars ágætlega heppnaða fjölkvæni.
Abraham leitar ráða hjá guði sínum Jahve, sem telur að best sé að fylgja vilja Söru sem er búin að fylgja honum alla leið frá borginni Úr í Kaldeu og þaðan til Harran í Tyrklandi og svo suður til Kanaanslands í tugi ára og hátt í 2.000 km ferðalag, skv. 1. Mós 11. kafla.
Eru þessar frásagnir nothæfar sem sagnfræðilegar heimildir í trúarbragðafræði fyrir börn og unglinga?
![]() |
Fórnarhátíð múslima hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvaða gerð af Kóraninum þú vitnar í, en þú hefur ekki hundsvit á Gyðingdómi, þótt þú segist hafa kennt börnum um hann, og önnur trúarbrögð.
Ef þú kynnir og þekktir 16., 21. og 22. kafla Bereishis/Parasgas Vayeira (1. Mósebók), þá vissir þú, að "leikur" Ishmels er ekki nákvæm þýðing. Mósebækur eru afar illa þýdda af kristnum.
Þýðingar manna sem hötuðu gyðingdóm eru ekki alltaf nógu góðar og ég býst við því að þýðingar sumra múslímahatara á Kóraninum séu á sama veg.
Þetta veit ég annars. Nýlega var gefin út léleg þýðing á Kóraninum í Danmörku af fólki sem hatar Múslíma. Á forlagi því sem ég vinn fyrir, Vandkunsten, kom út fyrir 2 árum góð og nákvæm þýðing á Kóraninum. En líklega er nú best að skoða upphaflega bókstafinn til að lesa rétt.
Ég skil vel að þér líði illa eftir að hafa kennt þýðingarvillur.
Þessar frásagnir eru vel nothæfar til að segja börnum og unglingum og siðar fullorðnum, sem hafa vit á því að fullorðið fólk á það til að hata og skrumskæla.
Þú getur pantað "Gamla Testamentið" Chumash á hebresku og ensku (mæli með Stone Edition) gegnum bókasafnið þitt, á www.bibliotek.dk því væntanlega er það ekki til á Suðursjálensku. bókasafni. Þú getur einnig keypt Stone Edition á netinu fyrir lítið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.11.2009 kl. 16:43
Chumash eru aðeins Mósebækurnar, ef þú vilt allan sannleikann, náðu þér í Tanakh.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.11.2009 kl. 17:01
Það er alveg hárrétt hjá þér, Vilhjálmur, að ég hef ekki hundsvit á Gyðingdómi. Enda á ég nú fyrst og fremst við þá vitneskju og innrætingu sem við höfum frá okkar kristna samfélagi, Íslandi.
Þessi frásögn og fleiri eru þá meira og minna skrumskældar af hinu Íslenska Biblíufélagi. Sú þýðing og þau rit sem hægt er að nálgast á netinu er það sem ég hef til að styðjast við.
En það eru fleiri atriði sem benda til um misræmi í frásögn 1. Mósebókar hvað varðar syni Abrahams. Sjá færslu frá 22.02.2008.
Það er hins vegar hvergi minnst á nafn sonar Abrahams í Kóraninum eins og Wikipedia gefur í skyn.
Hin 'heilaga ritning', Kóraninn, sem Guð sjálfur er sagður hafa skrifað undir nafninu Allah, sýnir svo ekki verður um villst að Abraham ætlaði að fórna Ísmael en ekki Ísak.
En hér er frásögnin úr Tanakh sem þú með þökk vísaðir mér á:
Þessi bútur er ekki í meginatriðum öðru vísi en sá íslenski. 'making sport', hvað þýðir það, Vilhjálmur?
Sigurður Rósant, 28.11.2009 kl. 19:23
Sigurður Rósant. Ég veit ekki hvaða þýðingu þú ert með, en ég kannast ekki við hana. En ég veit hvað ég er að tala um.
Í opinberri gerð Bereishis, þá er sögnin metzah-ek (מצהק) ekki á neinn hátt hægt að þýða sem að vera í íþróttum, leika sér eða þvíumlíkt. Sögnin þýðir hér að hæðast eða spotta (mocking á ensku). Þetta sýnir að Ísmael var orðinn vandræðapiltur sem var til leiðinda og stríddi litlu barni.
Það þýðir, Sigurður, að þú ættir ekki að trúa öllu sem þú lest á netinu eins og nýju neti.
Ég tel engan tilgang í að bera saman Kóraninn við Tanakh og Chomesh. Ef Allah skrifaði Kóraninn, hefur hann átt lélegt eintak af biblíu gyðinga, eða átt erfitt með lestur. Það sem stendur í Kóraninum er hvorki sönnun eða afsönnun neins í heilögum ritum gyðinga. Það sama gildir um Biblíugerðir kristinna!!!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.11.2009 kl. 08:00
En Vilhjálmur, svo við sleppum nú mekingu þessa orðs metzah-ek (מצהק), hvernig er þá frásögnin af þessum meintu deilum um erfðarétt Ísaks og brottreksturs Hagar og Ísmaels í Bereishis?
Það var hins vegar frétt um þessa hátíð múslima sem vakti fyrst athygli mína á misræmi í þessari frásögn af konum og sonum Abrahams. Ég heyrði minnst á að verið væri að fagna því að Ísmael hefði átt að fórna í stað Ísaks eins og okkur var kennt í grunn- eða barnaskólum á Íslandi er við vorum smásveinar.
Hafði að vísu áður tekið eftir að Ísmael breyttist skyndilega í smábarn þegar Hagar slengir honum á bak sér og leggur barnið frá sér sem síðan grætur hástöfum undir runna, sbr. færslu mína frá 7. feb 2008.
Ég get með engu móti lesið hebresku eða nálgast þýðingu á þessari bók á netinu yfir á þau tungumál sem ég þekki, þ.d. Norðurlandamál, þýsku og ensku.
Með kveðju
Sigurður Rósant, 29.11.2009 kl. 13:37
Baby þarf ekki aðeins að þýða smábarn. í Little Britain er persóna sem fær "bitty" hjá móður sinni. Baby etur líka þýtt barnalegur fullorðinn einstaklingur. Ég veit ekki hvaða orð er notað á arabísku. María sagði líka "oh my baby" um Jesús. Sonur ambáttar er ekki einkasonur.
Kannski var Ísmael svona barnalegur og mikil mömmudrengur að hann var borinn af móður sinni, líkt og sumir arabískir drengir eru enn. En líklegra er þó að ritarar Bereishis hafi ruglast í ríminu. Hagar hefur vart borið 14 ára dreng, vatnsbelg og brauðsekk. Leyfi ég mér að halda að hann hafi kastað sjálfum sér á jörðina við runna og öskrað af hungri og þorsta. Guð heyrði öskur hans og sá aumur á honum.
Seinna í sömu frásögn er notað orðið unglingur/piltur sem þýtt hefur verið sveinn á Íslensku.
En Sigurður, ertu ekki að lesa á milli línanna?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.11.2009 kl. 14:42
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.11.2009 kl. 15:32
Ég hef svona reynt að púsla saman slitróttum frásögnum í eina heild, en fengið út úr því sögur sem halda hvorki vindi né vatni.
En getur þú Vilhjálmur púslað þessum setningum saman, þýtt þær á 'réttan' máta, þannig að úr verði ein heildstæð og trúverðug saga af Abraham, konum hans og sonum?
Annars finnst mér þú grafa þér eina skotgröfina af annarri og vera orðinn hálf uppgefinn. Kominn frá hebresku og út í arabísku.
Með baráttukveðju.
Sigurður Rósant, 29.11.2009 kl. 15:40
Merkilegt innlegg hjá þér, Vilhjálmur. Ofan á allt sem áður er komið.
Þarna giska ég á að Abraham karlinn sé, fæddur í Úr (Basra) í Kaldeu (Suður-Írak) og orðinn hvítur á hörund í höndum meistarans. Nokkuð unglegur miðað við 100 ára aldur.
Hagar, rúmlega níræð, ættuð frá Egyptalandi orðin enn hvítari en Abraham og sonur þeirra Ísmael eins og 8 - 9 ára gamall, en var ýmist 15 - 16 ára eða sem smábarn. Svo meistarinn hefur farið milliveginn og haft hann líka skjannahvítan á hörund.
Svo er Sara þarna í dyragættinni og hvít á hörund líka, sýnist mér.
En hver er að gægjast út um gluggann með glott á vör, þarna lengst til vinstri á myndinni? Gæti það verið Ísak, nýkominn af brjósti?
Held þú hljótir að vera að fíflast í mér, Vilhjálmur.
Sigurður Rósant, 30.11.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.